Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Page 16

Kirkjuritið - 01.11.1955, Page 16
398 KIRKJURITIÐ verið fastur liður í starfi þjóðkirkjunnar. Fermingaraldurinn er mikill mótunartími. Með kynþroskanum verða geysileg umrót í sál hins unga. Oft er þá losarabragurinn mikill. Viðkvæði hjá mörgum foreldrum er þetta: „Ég skil ekkert í því, hvemig drengurinn minn (stúlkan mín) er orðin(n)! . . . Ég þekki varla mitt eigið bam!“ Fermingin mótar lífsstefnuna. Hún á að vera hinum unga mikil blessun til þess að komast yfir þetta erfiða tímabil. Honum er þá ekki sízt fyrir mestu að leitast við af fremsta megni að hafa Jesú Krist að leiðtoga. Flestir foreldrar munu hugsa líkt og faðirinn, sem sagði að aflokinni fermingu: „Ekki vildi ég láta bamið mitt fara á mis við þessa athöfn." En það er ekki nægilegt að skíra bömin og ferma ungmennin. Hinir ungu þurfa stuðning, hjálp og leiðsögu milli þessara athafna og eftir þær. Kirkjan má aldrei sleppa hendinni af þeim. Hún hagræðir starfi sínu eins og bezt hentar hverjum tíma. Barnastarf kristinnar kirkju um heim allan Vagga sunnudaga- einkennist af sunnudagaskólum. Vagga skólanna. þeirra er á Englandi. Árið 1780 hóf maður að nafni Robert Raiks sunnudagaskólastarf fyrir vanhirt böm á götum úti. Fyrsti skólinn var í Glauchester. Mr. Raiks til aðstoðar var einn af prestum borgarinnar. Hann kenndi fræðin, sagði börnunum sögur og æviatriði Frelsarans. Brátt tóku kirkjurnar upp þetta starf. Hreyfingin breiddist út um England og til annarra landa. Á hundrað ára minningarhátíð sunnudagaskólanna, sagði heimsblaðið „Times“, að „trúrækni ensku þjóðarinnar væri að miklu leyti þeim að þakka.“ (Smbr. Kirkjubl. ’93 bls. 150) í sunnudagaskólum eru börn til fermingaraldurs. Fermingin opnar nýjan heim. Hinn ungi er ekki lengur barn og á ekki samleið með börnunum. Hann er heldur ekki fullorðinn og á ekki samleið með fullorðnum. Hann er æskumaður. Kristin kirkja leggur kapp á að vekja æskulýðinn til trúar. Kristilegar hreyfingar fara víða um lönd, einkum með tilliti til hinna ungu. Ein slík hreyfing lætur nú mjög til sín taka. Nefnist hún: „Youth for Christ“ (YFC). — Æskan fyrir Krist. — íslenzkir fréttamenn ganga að miklu leyti framhjá að segja fréttir af stórmerku vakningarstarfi hennar. I Englandi hefir hún haldið allmarga fundi. Samanlagt sóttu þá rúmar þrjár

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.