Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Side 11

Kirkjuritið - 01.11.1955, Side 11
Frœð þú þá ungu um veginn, Það leikur eigi á tveim tungum, hvar vandi kirkjunnar þjóna er mestur. Stærsta verkefni prestsins og heimilanna er að leiða börnin og unga fólkið veg trúar og dyggða. Á því starfi byggist líf og heill hinnar íslenzku þjóðar. Æskan er það dýr- mætasta, sem hún á. Allt veltur á því, að vel takist að ala börn- in upp. Vandinn er stór. í heiminum eru stöðug átök milli góðs og ills. Þær andstæður heyja fljótt glímu í sál hins unga. Þess vegna er hann í þörf fyrir hjálp og leiðsögu. Með nýjum tima og meiri tækni rísa ný og ný vandamál. Hvernig á hinn ungi að taka því, sem að höndum ber? Kallað er á kirkjuna til hjálpar. Á alþjóðaþingi lúthersku kirkjunnar (Lutheran World Federa- tion) sem haldið var í Hannover í Þýzkalandi um mánaðar- mótin júlí—ágúst 1952, kom fulltrúi æskunnar inn á þetta atriði, er hann sagði: „Vér lifum í heimi efnishyggjunnar, og æskan á ekki auðvelt með að útiloka sig frá áhrifum hennar. Kirkjan verður að hafa vakandi auga á vandamálum æskunnar og leiðbeina hinum unga með þolinmæði og kærleika." Mér koma í hug orð hins vitra Solómons Áð kenna hinum konungs: „Fræð þú sveininn um veginn, unga rétta veginn. sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja (Orðsk. 22,6. í þeim orðum er mikill vísdómur. Oss er bent á, hve mikilvægt sé að byrja snemma að leiða hinn unga inn á Þá braut, sem honum er ætlað að rata. Um þau sannindi verður eigi deilt. Hitt verður ávallt deiluefni, hvaða veg eigi að velja. Frá örófi alda hefir æskunni verið kennt að ganga veg styrj- alda. Vér tökum sem dæmi uppeldið hjá Spartverjum. Þeir létu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.