Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 42
Samtíningur utan lands og innan. Þarf kirkjan ekki að taka upp nýjar starfsaðferðir við boðun orðsins? Þetta er víst spurning, sem margur kirkjunnar maður hefir verið að velta fyrir sér á þessum tímum mikils áróðurs og margra nýjunga. Og margur presturinn hefir líka svarað þessari spurningu játandi, bæði í orði og verki. ★ En þetta þarf að vera í enn ríkara mæli. Hér má einskis láta ófreistað til að ná hinum æskilegasta árangri. Kirkjan verður að taka í þjónustu sína öll gögn og tæki, sem geta að haldi komið í þeirri viðleitni að fá fólkið til að taka á móti fagnaðarerindinu, og kirkjustjórnin (eða kirkjuráð) á að hafa forustu um útvegun á slíkum gögnum, sjá um, að prestarnir hafi greiðan aðgang að þeim og kunni heppilega notkun þeirra- ★ Hér kemur margt til greina, og skal fátt eitt nefnt, svo sena margs konar Biblíumyndir fyrir börn og unglinga til að nota við guðsþjónustur, samkomur og skólaheimsóknir, kristilegar kvikmyndir, sem nú er framleitt mikið af, fræðsluþætti um trúmál í útvarpi eða með bréfaskriftum, ýms smárit til að gefa við húsvitjanir og fleiri tækifæri, útgáfa safnaðarblaða, sem sumir prestar hafa tekið upp með góðum árangri, o. s. frv. ★ Er það ekki tilvalið verkefni fyrir kirkjuráð, að sjá svo um, að slík hjálpargögn stæðu prestum jafnan til boða. Og svo þarf að gangast fyrir námskeiðum til að kenna heppilega notkun slíkra nýjunga og örva menn til starfa.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.