Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 34
416 KIRKJURITIÐ mikla Hallgríms Péturssonar: Vertu Guð faðir, faðir minn, Vertu yfir og allt um kring, Vak þú, minn Jesú, vak í mér, Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, Bænin má aldrei bresta þig o. m. fl. Þegar svo nokkur þroski færðist yfir mig, þá brýndi hún fyrir mér að biðja frá eigin brjósti. „Það, sem þú biður frá eigin brjósti, kemur frá hjartanu, og þá fylgir hugur máli,“ sagði hún. Einnig brýndi hún fyrir mér að þakka Guði fyrir allt það góða, sem fram við mig kæmi. Það væri ekki síður skylt að lofa hann og þakka en að biðja hann. Eg segi ekki, að mér hafi ekki tíðum gleymzt þessi heilræði móður minnar, en oft hefir bænin orðið mér til hugsvölunar og styrktar í lífinu. Meðan við vorum lítil börn, voru það mæður okkar, sem kenndu okkur að biðja til Guðs. Það voru mæður okkar, sem kveiktu eldinn í hjörtum okkar til að auka okkur þrek í erfið- leikunum og huggun í hörmum okkar. Það voru mæður okkar, sem skildu hvers virði bænin gat orðið barninu, þegar það kæmi út í lífið. Með því að kenna barni sínu bænrækni, var móðirin að leggja grundvöllinn fyrir framtíðarhamingju þess, sá grundvöllur var traustur. Bænin hefir skapað mörgum manni það öryggi, sem hann missti af við aðskilnað sinn frá móðurinni, þegar hann lagði einn og óstuddur út í lífið. Þannig hefir bænin orðið honum sú kjölfesta í lífinu, sem bæði færði honum hamingju og gerði hann að betri þjóðfélagsþegni. Það er óskandi, að allar mæður feti þar trúlega í spor mæðra okkar, þá munu hvorki synir þeirra né dætur verða einstæðingar, þótt lífsbaráttan reynist þeim erfið. G. V. V. Kristján Búason guðfræðinemi hefir fengið 10 mánaða styrk frá Alkirkjuráði til guðfræði- náms og ætlar hann að stunda það í Erlangen á Þýzkalandi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.