Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Page 38

Kirkjuritið - 01.11.1955, Page 38
420 KIRKJURITIÐ fá leyfi hennar, þótt ekki væri nema til þess að ganga lítið eitt á veg með vinstúlkum sínum. Við skulum minnast þess, að hún hafði oftast 8 vinnuhjú, eða máske fleiri, átti sjálf 7 börn og 5 stjúpbörn. Fjögur systkini voru að alast upp hjá þeim hjónum, sem misst höfðu foreldra sína og hún gekk að öllu leyti í móður stað, eina stúlku tóku þau lítið eitt stálpaða af bláfátækum hjónum hér í sókninni, og fóru með hana eins og sín eigin börn. Ennþá eru ótaldir gestirnir og daglaunamenn- irnir, sem oft voru margir, einkum meðan verið var að byggja bæinn og eins við túnsléttur og byggingu fjárhúsanna, er byggð voru öll upp nema eitt og hlöður við þau öll. öll hest- húsin byggði hann upp og tvær hlöður við þau. Það hefir vissulega þurft árvakra hugsun og mikla yfirsýn til þess að sjá vel fyrir allra þörfum. Og hún varð að vera reglusöm og ganga ríkt eftir því, að aðrir væru það líka, til þess að allt gæti farið eins vel fram og raun varð á, og heimilið verið annað eins fyrirmyndar-heimili eins og það var. Ég segi ekki, að henni hafi aldrei yfirsézt, það gat komið fyrir hana eins og alla, og það vissi hún líka sjálf. En þegar svo bar til, að hún sá að hún hafði gert öðrum rangt, þá var hún systir þess, sem í hlut átti, og skildist ekki við það mál, fyrr en sættir voru fengnar og fullar bætur greiddar, svo sem bezt sæmdi stórri og göfugri konu. Séra Benedikt og frú Ásta bjuggu hér á Grenjaðarstað rausn- arbúi í 22 ár. Þau voru sífellt veitandi þeim, sem til þeirra leituðu og þeir voru margir. Þangað var jafnan farið til þess að biðja um hey á heyleysis vorunum. Alltaf voru heyfyrningar á Grenjaðarstað, þó margt væri á fóðrum af fé og gripum, og farið með heyin misjafnlega vel. Séra Benedikt gat aldrei neitað nokkrum manni um hjálp. Hann sagði líka einu sinni í stólræðu, að það gæti valdið manni sársauka að hafa alls- nægtir sjálfur, þegar maður vissi af skortinum svo víða i kringum sig, þó maður ekki vissi til þess, að nokkuð væri ranglega fengið. Hann var því mjög oft bjargvættur nágranna sinna, þegar í nauðirnar rak. Og þegar hann fluttist til Húsa- víkur var hans og allrar fjölskyldunnar sárt saknað. Séra Benedikt var léttast um að lýsa mildi föðurins og kær- leika Jesú Krists. Ég held það hafi verið andstætt eðli hans, að hugsa sér Guð föður strangan dómara. Hann hafði sjálfur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.