Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 45
Prestafundur hins forna Hólastiftis 1955. Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis var haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 13. og 14. ágúst s. 1. Sátu hann 22 prestar stiftisins. Fundurinn hófst í dómkirkjunni með því að prestur staðarins, séra Björn Björnsson, flutti ávarp og bæn, en fundahöldin fóru síðan fram í skólahúsinu. Séra Helgi Konráðsson prófastur setti fundinn og gerði grein fyrir væntanlegum störfum hans. Fundarstjóri var séra Friðrik A. Friðriksson og ritarar séra Gunnar Gíslason og séra Birgir Snæbjörnsson. Aðalumræður fundarins urðu um félagsmálefni °g framtíðarstörf. Prestafélag hins forna Hólastiftis var stofn- að árið 1898 fyrir forgöngu prófastanna séra Hjörleifs Einars- sonar og séra Zophóníasar Halldórssonar. Frá 1910 hafa vígslu- biskupar stiftisins verið sjálfkjörnir formenn þess. Lög félags- ins voru frá stofnári þess. Þau voru nú á fundinum endur- samin og meðal annars tekið inn í þau það ákvæði, að félagið nVinni að endurreisn fullkomins biskupsstóls á Norðurlandi." Þá var rætt um 850 ára afmæli Hólastóls á næsta ári, og samþykkt að minnast þess með hátíðahöldum á Hólum, og þótti öllum vel viðeigandi, að þar yrði sem mestur söngur, sem verðugt mundi minningu hins sæla Jóns biskups Ögmunds- sonar. Einnig var þess minnzt, að nú fer að nálgast 200 ára afmæli Hólakirkju (1963), en engar ákvarðanir voru teknar í sambandi við það. Um kvöldið flutti séra Benjamín Kristjáns- son fróðlegt erindi um Skálholtsskóla, en að því loknu sátu fundarmenn boð prestshjónanna á staðnum, séra Björns Björns- sonar og frú Emmu Hansen. Sunnudaginn 14. ágúst var fundi fram haldið kl. 9,30 að morgni. Þá flutti séra Páll Þorleifsson á Skinnastað framsögu- erindi um kristindómsfræðslu barna, og urðu um það nokkrar umræður, sem gestur fundarins, Valdimar Snævarr skáld, tók Þátt í meðal annarra. Kl. 2 hófst messa í dómkirkjunni. Séra Þorsteinn B. Gíslason Prófastur í Steinnesi prédikaði, og séra Sigurður Stefánsson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.