Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 52
t---------------------------------------------------------------------------------------- Tvær góðar bækur Konungs skuggsjá. Konungs skuggsjá er merkt og nafntogað rit, sprottið úr hinum frjóa jarðvegi norrænnar menningar á blóma- skeiði hennar á 13. öld. Hún er einnig eitt hinna örfáu norsku rita, sem varðveitzt hafa. Konungs skuggsjá birtist hér með nútíma stafsetningu öllum þorra lesenda til hægðarauka. Ritið hefur ekki verið prentað fyrr hér á landi, en var fyrst prentað í Sórey árið 1767 í útgáfu Hálfdans meistara Einarssonar. Þeir, sem eiga Fornritin og Islendingasögurnar, hafa gaman af að eignast Konungs skuggsjá, enda verður hún i ár jólagjöf hinna vandlátu bókamanna. Smásögur dr. Péturs Péturssonar biskups. Nú eru liðin um 100 ár síðan þessar smásögur komu fyrst til. Þá var ekki um auðugan garð að gresja um bókmenntir við barna hæfi, enda urðu sögumar dýr- gripur í augum flestra unglinga og voru lesnar upp til agna. Þó að margt hafi breytzt á heilli öld, er hugur barns- ins samur við sig, jafn gljúpur og opinn fyrir áhrifum góðra og skemmtilegra frásagna. Má því vænta þess, að þær eigi enn að mæta svipuðum vinsældum og þegar þær komu fyrst út. Þessar bækur fást hjá öllum bóksölum. Prentsmiðjan Leiftur S____________________________________________J PRENTSMIÐJAN LEIFTUR

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.