Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 29
SÉRA EINAR STURLAUGSSON 411 verða til menningarauka og þjóðernisvakningar, meðal íslendinga í Vesturheimi. Ef þessi gjöf sr. Einars hefði verið metin til fjár, hefði verið hér um stórgjöf að ræða. Sýnir þetta bezt örlæti hans og höfðingslund og hve fjarri það var honum að hugsa um eigin hag, þegar hugsjóna- mál voru annars vegar. Forráðamenn Manitobaháskóla og Þjóðræknisfélagsins mátu að verðleikum þessa höfðingslund sr. Einars og buðu honum til Vesturheims. Ferðaðist hann þá víða um Islend- ingabyggðir og flutti erindi og hélt guðsþjónustur á mörg- um stöðum og var alls staðar aufúsugestur. Áður hafði sr. Einar nokkrum sinnum farið utan, bæði til Bretlands og Norðurlanda og einnig ferðast um megin- land Evrópu og kynnzt menningar- og kirkjulífi þessara landa. Sr. Einar vildi alltaf vera að læra og auðga anda sinn, svo að hann gæti miðlað öðrum af þeim fjársjóði í starfi sínu. Hann var víðsýnn og frjálslyndur í þess orðs beztu merkingu, grandvar í einkalífi, bjartsýnn og lífsglaður. Fundum okkar bar fyrst saman í Menntaskólanum fyrir rúmlega 30 árum. f skóla fylgumst við að þar til háskóla- námi lauk og geymi ég um þær samverustundir hinar ánægjulegustu minningar, og til dauðadags var hann hinn ijúfasti starfsmaður og tryggi vinur. Sr. Einar kvæntist ekki, en bjó síðustu árin með systur sinni, er kom til hans ekkja með 3 ung börn sín og gekk hann þeim í föður stað. Foreldra sína tók hann og til sín og reyndist systkinum sínum og ættfólki í öllu hið bezta. Þótt sr. Einar væri ekki vel heilsuhraustur, hin síðari ár, dró hann lítt af sér í störfum. I lok prestastefnunnar síðustu veiktist hann fyrir alvöru og varð að leggjast á sjúkrahús. Mun honum fljótt hafa orðið það ljóst, að hann ætti ekki afturkvæmt til starfa heim í prestakall sitt, en hann vissi að líf og dauði er í Drottins hendi og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.