Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 37

Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 37
SÉRA BENEDIKT KRISTJÁNSSON 419 um fannst hann vera orðinn brotlegur við lífsköllun sína og sínar fyrri hugsjónir. Ég held, að hann hafi, ef til vill, á engu tímabili ævinnar náð traustari vináttu allra sóknarbarna sinna en einmitt á þessum erfiðu árum. Hitt var auðséð, að hann myndi ekki lengi geta búið á Grenjaðarstað með ráðskonu. Það var mikill vandi fyrir þær að stjórna þessu stóra búi og annast fimm börn. Við kviðum því öll, sóknarbörnin hans, að sjá hann hverfa frá okkur og fá ekki lengur að njóta samvistar hans og hlusta á ræður hans í kirkjunni. En þá kom seinni kona hans, frú Ásta Þórarinsdóttir, eins og frelsandi engill inn í Grenjaðar- staðarheimilið, og með henni ný von og ný trú á lífið. Nýtt tímabil hófst í ævi sér Benedikts með komu frú Ástu. Að vísu hafði hann alltaf búið stóru búi og haft mörg vinnu- hjú, en nú tók hann að slétta túnið í stórum stíl á mæli- kvarða samtíðar sinnar, og reisti af grunni allan Grenjaðar- staðabæ, að heita mátti, og það með þeim ágætum, er ekki höfðu áður slík sézt. Var það einróma dómur allra ferða- manna, sem hingað komu eftir það er bærinn var byggður, að hvergi var eins stór og fallegur bær og vel um genginn, bæði úti og inni, eins og á Grenjaðarstað. Einkum voru það þó tvö húsin, sem af þóttu bera venjulegum bæjarhúsum. Það voru hin breiðu sperrureistu göng og eldhúsið með fernum hlóð- uni á fallega hlöðnu steinþrepi á miðju gólfi, með breiðum gangi allt í kring. Mátti í öllu sjá stórhug þeirra hjóna beggja, og dró unga konan ekki úr framkvæmdum, enda bæði vitur og stjórnsöm. í*ótt ekki væru þá komnir bílar, var þó mikill ferðamanna- straumur, og þá var farið hægar yfir landið en nú er gjört. Allir ferðuðust á hestum og voru oft margir saman með marga hesta. Fór þá að líkum, að Grenjaðarstaður var tíður gistinga- staður, enda var ekki á ágætara kosið, gestrisni frábær og bæði hjónin hin skemmtilegustu. Það vakti undrun manna, að það var eins og það væri nálega sama um hvað rætt væri. Frú Ásta var því kunnug og vissi betri skil á málefninu en aðrir, enda var hún bæði stórgáfuð og fjölmenntuð. Ég hef heyrt talað um, að hún hafi verið hörð húsmóðir, vinnukonurnar verið ófrjálsar, sem nú er kallað, og orðið að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.