Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 25
FRÆÐ ÞÚ ÞÁ UNGU UM VEGINN 407 stúdentafélög, skátareglan, hjálpræðisherinn, ungtemplarar og sértrúarsöfnuðir starfa meira og minna fyrir æskulýðinn í kristi- legum anda. Á ritvellinum hefir margt verið vel gert. Nægir í því sambandi að minna á bækur séra Friðriks, útgáfustarfssemi bókagerðarinnar „Lilju“, Ljósbera Jóns Helgasonar, prentara, bækur og frásögur séra Friðriks Hallgrímssonar. Með því að renna huganum fram á leið til þess, sem bíður, dettur mér í hug máltækið: „Betur má ef duga skal.“ — Fram- tíðin hrópar á meira starf, elju, fórnfýsi og festu. Þjóðsaga frá Grikklandi hermir, að Aþeningar bjóðsagan frá hafi einu sinni verið neyddir til þess að gjalda Grikklandi. ófreskju á eyjunni Krít skatt. En skatturinn var sjö sveinar og sjö meyjar. Þó að þetta sé þjóðsaga, þá er hitt veruleiki, að ófreskja syndar og böls heimtar skatt, sem einnig er greiddur með hinu lifandi blóði sveina og meyja. Með því að dulbúast, logagylla lestina, seyðir hún til sín hrifnæman æskulýð. Bölið af áfengum drykkjum er stórt. Æs- andi glæpa- morð- og kynlífsmyndir kvikmyndahúsanna tæta í sundur viðkvæmar sálir. Hið sama gera sorpritin og sumar framhaldssögur dagblaðanna. Alda af sorpritum hefir gengið yfir þjóðina. Hvað á að gera við það unga fólk, sem í sakleysi sínu lendir í hinum svívirðilegu klóm freistaranna? Á að loka það úti og fáta það eiga sig? Sakfella það og fordæma? — Nei. Kristur sigraði ófreskju syndarinnar, og með hans hjálp er alltaf von Um að hinn ungi sjái að sér og lifi. Einu sinni áttu mæðgur heima í stórborg. Hún fann aftur Dóttirin var einkabarn. Áhrifin frá götu- og •’étta veginn. kaffihúsalífinu tældu stúlkuna á ógæfubraut. Seinast hvarf hún. Hin elskandi móðir leitaði °S gafst ekki upp. Dóttirin kom ekki, fannst ekki. Loks datt móðurinni það ráð í hug, að fara til myndasmiðs. Hún lét hann útbúa myndir af sér. Undir þær ritaði hún: „Bamið mitt, er þú sérð þessar myndir, þá mundu, að hún móðir þín elskar þig.1 Myndirnar fór hún með á verstu knæpumar og fékk að hengja Þær upp. Dag nokkurn stóð dóttirin allt í einu fyrir framan eina mynd. Hún las. Föl og frá sér numin starði hún á orðin °g myndina. Grátandi hljóp hún út úr knæpunni og heim í faðm móður sinnar. Hún fann rétta veginn á ný. Móðirin faðmaði

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.