Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 28

Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 28
410 KIRKJURITIÐ Barðastrandarprófastsdæmi og gerðist aðstoðarprestur sr. Magnúsar Þorsteinssonar, sem þá var að flytja til Reykja- víkur. Fékk sr. Einar veitingu fyrir prestakallinu vorið eftir, að lokinni kosningu. Prófastur í Barðastrandar- prófastsdæmi var hann skipaður haustið 1945 og gengdi síðan prests- og prófastsstörfunm vestra til dauðadags og hafði einnig oft á hendi þjónustu í nágrannaprestaköll- um sínum, einkum Sauðlauksdalsprestakalli. Sr. Einar rækti prests- og prófastsstörf sín af mikilli alúð og samvizkusemi og tók mikinn þátt í samstarfi vest- firzkra presta. Var hann í stjórn Prestafélags Vestfjarða um skeið og ritstjóri ,,Lindarinnar“, er félagið gaf út í nokkur ár. Ritaði hann nokkuð í ,,Lindina“, meðal annars birtust þar eftir hann ljóð og sálmar, því að hann var skáld- mæltur vel. Sr. Einar var kennimaður góður og öll kirkjuleg þjón- usta fór honum vel úr hendi. Mjög var honum sýnt um að tala til barna og unglinga, enda var hann mikill barna- vinur og vinsæll meðal æskulýðsins. Á Patreksfirði fékkst sr. Einar allmikið við kennslu- störf, hélt þar kvöldskóla fyrir unglinga og var skólastjóri iðnskóla um hríð. í félagsmálum tók hann einnig virkan þátt, bæði þeim, er miðuðu til heilla fyrir almenning, svo sem slysavarnamálum og til menningarauka, og þeim, sem miðuðu að því að efla atvinnu og efnahagslífið á staðnum. Hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og lagði alls- staðar eitthvað gott til. Hann var einn hinna mörgu góðu presta, sem tekið hafa þátt í lífskjörum sóknarbarna sinna, gleði þeirra og sorgum og verið þeim ráðhollur vinur og fyrirmynd í daglegri framkomu. Utan prestakalls síns var sr. Einar einna þekktastur fyrir áhuga sinn á bókafræði og blaðasöfnun. Hann átti sjálfur ágætt bókasafn, og safn hans af blöðum og tímaritum var óvenju mikið og gott, enda hafði hann safnað til þess, allt frá því hann var í skóla. Hið mikla og góða safn sitt gaf hann Manitoba háskóla í því augnamiði, að það mætti

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.