Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 43
SAMTÍNINGUR UTAN LANDS OG INNAN 425 í febrúar s.l. kom til Reykjavíkur enskur skurðlæknir, A. S. Aldis frá Cardiff, á vegum Kristilegs stúdentafélags. Hélt hann mörg erindi um trúmál fyrir almenning. Hann taldi, að trúar- vakning hefði gengið yfir brezku þjóðina eftir síðustu styrjöld. Mest bæri á henni meðal háskólastúdenta, einkum læknanema, en í þeirra hópi væru margir helztu forvígismenn kristilegu stúdentahreyfingarinnar. Samvinna væri að aukast milli lækna °g presta á Englandi, og enskir læknar gerðu talsvert að því að beina huga sjúklinga sinna að trúarefnum. ★ „Ég hefi aldrei getað varizt þeirri hugsun, að ég væri fyrst °g fremst þjónn Guðs og manna, og þau þjónustustörf hafa veitt mér kraft og viljaþrek og kveikt í brjósti mér þær til- finningar sælu og fagnaðar, sem ekki geta samrýmzt þeirri veraldarvizku, að við séum að berjast fyrir lífi okkar sjálfra, fæði og skæðum." (Ásgr. málari í Mbl. 24. febr.). ★ Fáir af leiðtogum nazista í Þýzkalandi hötuðust eins mikið við kirkju og kristindóm og Martin Bormann, staðgengill Hitl- ers. Hann átti mörg börn. Eftir hvarf hans tók kaþólska kirkjan að sér uppeldi þeirra. Einn af sonum Bormanns er nú að lesa guðfræði. ★ „Kirkjusókn er yfirleitt ágæt á Vestfjörðum, og mun mjög fátítt, að messuföll verði vegna þess að kirkjugesti skorti, og tæplega mun það koma fyrir nema um ófært veður sé að ræða.“ (Lindin 1938). ★ Björn Egilsson á Sveinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði, flutti ræðu í Hólaskóla 23. janúar 1953. Þar komst hann meðal annars svo að orði: „Hinn helgi dómur Hóladómkirkju er í því fólginn, hvað sjálft kirkjuhúsið er gamalt. Þar er máttur bænarinnar meiri en annars staðar. Þær athafnir, sem fara fram í kirkju, skapa launhelgar hennar, og því meiri sem oftar eru.... Þetta or- sakast af því, að andinn mótar efnið og maðurinn getur bæði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.