Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 39
SÉRA BENEDIKT KRISTJÁNSSON 421 svo hlýja sál, að honum veittist erfitt að hugsa sér guðdóminn öðruvísi en mildan og fyrirgefandi föðurkærleika. Ég minnist einnar ræðu, er hann flutti á föstudaginn langa í kringum 1890. Þar skiptir hann í tvo flokka þeim hluta mannkynsins, sem kallar sig kristinn og hefur verið alinn upp við kenningar og áhrif kristinna trúarbragða. Annar hópurinn fylgir hinum iðrandi ræningja, sem krossfestur var með Kristi. Hann finnur til vanmáttar síns, að geta bætt sjálfur fyrir allar yfirsjónir sínar. Finnur, að honum er þörf á náð og fyrirgefningu, og biður Jesú að minnast sín og hylja afbrot sín. Hinn flokkurinn er á ferð með þeim manninum, er hæddi Jesú á krossinum og hirðir ekki um að leita Guðs og frelsis Jesú Krists. Hann heldur áfram allt lífið án þess að snúa sér til Guðs í bæninni, og telur sig sjálfan ábyrgan gjörða sinna. Hverjum hópnum hefir þú fylgt? Og hverjum þeirra viltu fylgja framvegis? Það verður þú að gjöra upp við sjálfan þig. Og síðar í sömu ræðu sagði hann: Ég hef þá von til miskunnar Guðs, að hver einasta mannssál komist til hans um síðir. En ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að sá maður, sem iðrunar- laust heldur áfram allt líf sitt, án Guðs og án þess að hirða um, hvað rétt sé aða rangt, að hann eigi fyrir höndum þunga raun. Svo bjart var yfir lífsskoðun og kenningu séra Benedikts, að hann gat ekki hugsað sér að nokkur maður breytti svo illa, að hann næði ekki til Guðs um síðir. Gunnlaugur Snorrason, % Geitafelli. Gjöf til Hólsneskirkju á Skagaströnd. Laugardaginn 28. maí s. 1. afhenti kirkjukór Hólsneskirkju hirkjunni til eignar 12 fermingarkyrtla, en daginn eftir (Hvíta- sunnudag) fermdi sóknarpresturinn, séra Pétur Þ. Ingjaldsson, 9 börn, og voru þau skrýdd hinum nýju kyrtlum, að undan- tekinni einni stúlku, er klædd var skautbúningi. í messunni þakkaði sóknarpresturinn gjöfina fyrir hönd kirkjunnar og úrnaði gefendum alls góðs í framtíðinni. Guöm. Kr. Guðnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.