Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 36
418 KIRKJURITIÐ samvalin í því hjónin séra Benedikt og frú Regína Hansdóttir, fædd Sívertsen, að laða að sér allra hugi með viðmóti sínu og framkomu. Á fyrsta tugi þessa tímabils, er sér Benedikt dvaldi á Grenj- aðarstað, eða fyrir og um 1880, var hér að alast upp svo stór og fríður bamahópur hjá svo fallegum foreldrum, að mér finnst ég hvergi annars staðar hafa séð hann slíkan, öll þau ár sem síðan eru liðin. En þó að sólin rísi björt og fögur að morgni, og hversu heitt sem hún skín að aflíðandi dagmálum, þá getur hún verið horfin sjónum okkar um hádegi, og nístandi kuldi nætt um okkur öll. Árið 1882 gengu mislingar nálega um allt land. Dó margt fólk úr þeirri veiki. Kom veikin hingað í héraðið um vorið í maímánuði, með ferðafólki sunnan úr Reykjavík. Urðu mörg heimili hart úti af veikindum og manndauða. Eitt af þeim var Grenjaðarstaður. Hingað komu veikindin um mánaðamótin júní og júlí og voru hér fram á vetur. Þá voru dáin 4 þessi fallegu böm. Og þó enginn geti nema að litlu leyti fundið til sorgar annara, þá ætti okkur að geta skilizt, hvílíkt áfall barnamissirinn hefur verið Grenjaðarstaðahjónum. Enda steig móðirin aldrei heilum fæti framar niður. Séra Benedikt var alla ævi viðkvæmur maður og mjög hrif- næmur, með brennandi eld í innra manni, hvort heldur hann stóð fyrir hliðum sorgarinnar, eða hann var glaður og reifur i hópi góðra vina. Okkur sýnist nú að líkum, að búið væri a® leggja byrði þá á bak honum, að hún hafi þegar verið orðin ærið þung. En þó átti hann nú enn eftir að horfa á konuna sína þjázt af ólæknandi sjúkdómi í 2 ár og deyja síðan á bezta aldursskeiði. Og þá stóð hann einn með börnin fimm. Eftir konumissinn þyrmdi mjög yfir séra Benedikt. Þser stundir komu yfir hann, að honum veittist erfitt að koma auga á algóðan föður og gæzkuríka stjóm hans. Á þeim augna- blikum sá hann ekki annað en tilgangslausa hringiðu óteljandi atburða, sem ekki stefndu að neinu skynsamlegu marki, og myrkur efasemdanna með öllum sínum þunga féll yfir hann. En í djúpi sálar hans lifði neisti trúarinnar á Guð og allt þa® góða, og hann logaði aftur upp, með því meira afli, sem hon-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.