Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 22
404 KIRKJURITIÐ Bömunum þykir vænt um biblíumyndimar. Biblíumyndir Þær em ómissandi í þessu bamastarfi. Ein ómissandi. biblíumyndabók kemur út árlega fyrir fjórtán myndir. Tvær þeirra fá aðeins þeir, sem sækja skólann öll skiptin, (tólf að tölu yfir veturinn) — eða koma eftir beztu getu. Fyrri verðlaunamyndin er veitt um miðjan vetur, hin við skólaslit. Bekkjastjórar hafa eftirlit með afhend- ingu verðlaunanna. Einnig veitir skólinn verðlaun fyrir fram- úrskarandi prúða framkomu í kirkjunni. Eftir prédikun er sunginn sálmur, síðan biðja allir saman: „Faðir vor.“ Þar næst koma böm upp í kór til þess að taka á móti afmæliskortum. Öll börn fá afmæliskveðju frá skólanum. Endað er með sálmasöng. Bekkjastjórar fylgja bömunum út úr kirkjunni. Þann 19. október 1947 kom hópur ferming- Æskulýðsfélag arbama saman í kapellu kirkjunnar. Höfðu Akureyrarkirkju. þau verið kvödd þangað í þeim tilgangi að halda samverustundum áfram. Takmarkið var þetta: Að styðja hvert annað og biðja sameiginlega um hjálp Drottins til þess að „leitast við af fremsta megni að hafa Frelsarann Jesú Krist að leiðtoga í lífinu.“ (Heit Æskulýðs- félagsins og einnig það, sem bamið lofaði við altarið á ferm- ingardaginn). Félaginu er skipt í tvær deildir fyrir stúlkur og ’drengi. Aðeins fermd ungmenni geta verið félagar. Hvorri deild er skipt í sveit- ir eftir þörfum, með sex til átta félögum. Prestamir hafa forustu félagsins, en það hefir auk þess sína stjóm og foringja. Hver fundur hefst með fánahyllingu, söngvum og orði Biblí- unnar. Deildarforinginn tendrar þrjú kertaljós, sem loga a hverjum fundi fyrir Guð, náungann og ættjörðina. Logann sækir hann upp í kirkjuna. Ást, virðing og tryggð er sá heilagi logi> sem á að lýsa hinum unga í störfum hans. Hann á hvarvetna að flytja með sér birtu og yl. Eftir að fundur er settur, talar presturinn. Hann Fundirnir flytur sama boðskapinn sem í predikunarstóli- í kapellunni. En líkingar, sögur og hugmyndir tekur hann úr lífi æskunnar, annars nær hann ekki fra hjarta til hjarta. Eitt af verkum sveitanna er að undirbúa fundina. Hver sveit

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.