Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 13
FRÆÐ ÞÚ ÞÁ UNGU UM VEGINN 395 segja um afstöðu barnsins til hins himneska alföður. Ef ást og lotning vaknar ekki í brjósti þess til hans, þá verður því líka alveg sama um Guðs vilja. En hvernig fer fyrir þeim, sem hafna boðorðunum? Þær frásagnir geymast í bókum lögregl- unnar og leynt í hjarta hins ógæfusama. Alla ævi er árangurinn af fyrstu bænunum að koma í ljós. Þær breiða blessun sína yfir manninn. Ég veit, að enginn tekur betur undir þau orð mín en gamla fólkið, sem þekkir öll aldurs- skeiðin. Nýlega hafði ég fyrir framan mig á prenti þessi orð, sem 85 ára gamall maður skrifar: „Sem bam var ég svo lánsamur að eiga góða trúaða móður, sem kenndi okkur börnum sínum að treysta og trúa á forsjón Guðs. Fyrsta versið, sem ég lærði, var þetta alkunna bænavers: Vertu, Guð, faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þetta bænavers hefir alla mína æfi verið mér styrkur í lífs- baráttunni og hjálpað mér að lyfta huganum í hæðir til upp- sprettu alls lífs. (Kirkjuritið maí ’55 bls. 203). Ég spyr nú: „Hvaða móðir vildi fara á mis við það barnalán, sem ráða má af þessari játningu? — Þannig byrjaði æsku- lýðsstarfið, heima í foreldrahúsum. Fljótt reyna börnin að líkjast hinum eldri. Hinn Fyrirmyndin ungi velur sér fyrirmynd. Drengurinn horfir er jafnan á pabba sinn og vill verða eins og hann. Dótt- áhrifaríkust. irin vill líkjast móður sinni. Ósjálfrátt „drekka“ unglingamir í sig andann á heimilinu. Þess vegna megnar predikun lítið á móti því, hvað haft er fyrir böm- unum. Ef fyrirmyndin er afvegaleiðandi, fer illa, hvernig sem reynt er að innræta hið fagra og góða. Mér liggur við að segja, eð hinn ungi fylgi sinni fyrirmynd, hvað sem tautar. Hér er drepið á stærsta atriðið varðandi allt uppeldi. Ef æskumaðurinn a að verða kirkjurækinn, verða hinir eldri að ganga til kirkju a undan. Hvernig dettur fólki í hug, að unglingar venjist á að ganga til altaris, þegar foreldrar sitja sem fastast í kirkjunni a meðan fermingarbamið þeirra gengur upp að altarinu til þess að neyta hinnar helgu máltíðar? Börn eiga ekki að blóta, en

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.