Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 30
412 KIRKJURITIÐ því horfði hann rólegur og öruggur til framtíðarinnar. Skömmu fyrir andlát sitt orti hann ljóð það, sem birt er hér á eftir. Sýnir þetta fagra og angurblíða ljóð nokkuð viðhorf hans til framtíðarinnar. Sr. Einar lézt, eins og áður er sagt, hinn 23. sept. s. 1. Áður en lík hans var flutt vestur til Patreksfjarðar, var hann kvaddur af vinum sínum hér syðra við fjölmenna minningarathöfn, sem haldin var í Dómkirkjunni. Útför hans fór fram á Patreksfirði 6. okt. s. 1. frá sóknarkirkjunni, sem hann hafði þjónað öll prestsskapar- ár sín, var hann kvaddur af sóknarbörnum sínum með virðingu og þakklæti og djúpum söknuði, og var fjölmenni mikið við athöfnina. Kirkja Islands þakkar sr. Einari mikið og gott starf, og minning hans er blessuð af öllum, sem hann þekktu. Óskar J. Þorláksson. Sálmur eftir séra Einar Sturlaugsson prófast. Ég hvíli hér í svævilmjúkri sæng og sé í anda himin, loft og fold. Ó, lát nú, faðir, lífsins englavæng mér lyfta yfir duft og jarðarmold. Nú finnst mér allt svo lítilvægt og lágt, sem lífið mat þó hæst á sinni tíð. Ó, lífsins engill, syng þú mig í sátt við sólarhvelin bak við tímans stríð. Ég minnist alls, sem mér var fyrir sett. Ég meinti vel og lífið þannig tók. Nú spyr ég, fárátt barn, um rangt og rétt, það ritast sjálfsagt inn í lífs míns bók.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.