Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 9

Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 9
Kœrleikurinn bgggír upp (Ræða biskups í guðsþjónustu í Dómkirkjunni við komu konungs Danmerk- ur og drottningar til Islands 11. apríl 1956. Síðari hluti í þýðingu úr dönsku.) Kærleikurinn byggir upp (Kor. 8, 1). Þau orð eru sem yfirskrift þess tíma kirkjuársins, er nú stendur yfir, vors og páska. Kærleikshönd skaparans sést að starfi. Hann vekur hvarvetna nýtt, dásamlegt líf úr skauti náttúrunnar. Vorið er lofsöngur um hann. Blíður blærinn, er líður um vanga, blómið litla, sem brosir ur duftinu, mjúkur frjóanginn á greininni og fagnandi kliður fuglanna boðar: Lífið er sigur og guðleg náð. Kjarni þess er kær- leikurinn. Hann byggir upp. Guð er kærleikur. Og með enn dýrlegra hætti sýnir páskatíminn oss þetta. Hveiti- komið, sem dó, bar þúsundfaldan ávöxt. Af hæstu opinberun kærleika Guðs, sem mennirnir fá augum litið, reis sumar krist- indómsins. Húsasmiðurinn frá Nazaret, sem lagði allt í sölurnar af ást til mannanna, byggir upp kirkju sína — eilíft líf í manns- sálunum. Andlegur helgidómur rís, sem aldrei mun undir lok líða. Öll sönn gifta og blessun bæði einstaklinga og þjóða fer eftir því, hvort með þeim ríkir kærleikur eða ekki, því að þar sem kærleikurinn er, þar er Guð sjálfur. Og ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? En ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smið- irnir til ónvtis. Já, eins og frelsarinn sagði: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir eigi gróðursett, mun upprætt verða. Ekkert varir án kærleiks, heldur veldur skortur hans hruni og leggur í rústir. Þar sem ekki er ljós, grúfir myrkur yfir. Hversu atakanlega hafa heimsstyrjaldarárin fært oss heim sanninn um það — öll tortímingin geigvænlega, sem af þeim hefir leitt. Og hví hefir gengið svo erfiðlega endurreisnarstarfið? Þjóðirnar hafa misskilið og tortrvggt hver aðra og með þeim hætti geisað hið

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.