Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 13
VARNIR GEGN GLÆPARITUM
203
gáfa og sala á ritum og myndasöguheftum, þar sem aðaláherzl-
an er lögð á skelfingu, grimmd og ofbeldi. Að vísu hafa frá-
sagnir um bardaga, ofbeldi og afbrot verið til á öllum tímum,
en óhætt er að fullyrða, að eftir síðustu heimsstyrjöld hafa þess-
ar frásagnir og sögur tekið á sig nýjan og áður óþekktan svip.
í ritum þessum og sérstaklega myndasöguheftum, sem beinlínis
eru ætluð unglingum, er atburðum lýst með hryllilegra hætti
en áður voru almennt dæmi til. Auk þess eru ofbeldisverkin ■
yfirleitt ekki látin eiga sér neinn sérstakan tilgang. Þau eru oft-
ast óháð öðru en nautninni af að valda meini og þjáningum
með misþyrmingum og öðrum ofbeldisglæpúm. Hver, sem kynn-
ir sér hin amerísku myndasöguhefti, sem erlendis ganga undir
nafninu „Crime Comics“ eða „Horror Comics“ (hér venjulega
nefnd hasardblöð), mun fljótlega sjá, að hér er ekkert ofsagt,
enda má um álit manna á þessari bókmenntategund skírskota
til umræðna á löggjafarþingum Englands og Kanada, er lög um
bann við dreifingu þessara rita var þar í undirbúningi. í ritum
þessum e'ru einnig oft ógeðslegar lýsingar á kynferðislífi, en ég
niun ekki ræða þá hlið málsins hér, þar sem í hegningarlöggjöf
Norðurlanda eru ákvæði, sem leggja refsingu við útgáfu og
dreifingu á ritum og myndum með slíku efni. Hins vegar eru
engin ákvæði í löggjöf Norðurlanda, er leggi bann við útgáfu
eða dreifingu á þeim ritum, er áður var getið, þar sem aðallega
er lýst misþyrmingum og öðrum ofbeldisverkum.
II.
Að því er ísland varðar, þá hefir útgáfa og sala á umræddum
ritum farið mjög í vöxt á síðustu árurn, en jafnframt liefir risið
sterk andúðaralda hjá almenningi gegn þeim. Á síðasta þingi
Landssambands íslenzkra framhaldsskólakennara voru samþykkt
tilmæli til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um, að gerðar yrðu ráð-
stafanir til að hefta útgáfu og dreifingu rita, sem flvtja á sið-
spillandi hátt frásagnir um kynferðismál og glæpamál, og að
bannaður verði innflutningur á glæparitum. Ég skal í stuttu
’ttali gera grein fyrir, hvers konar rit það eru, sem hér er eink-
um um að ræða.