Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 20
210
KIRKJURITIÐ
ritningarorð sýna, að gjöf andans var talin sjálfsögð í fyrstu
kristni. Hinir frægu kaflar í I. Kor. (12-14) lýsa því hins vegar
skýrt og ógleymanlega, hverjar andagáfumar voru og hvers þær
voru metnar. Og ekki má gleymast, að Páll taldi bróðurkærleik-
ann mesta undrið.
En vér hljótum að spyrja, hvað sé satt í nútíðinni og hvað oss
standi til boða.
Ekki fæ ég séð, hvernig hægt er að halda kristinni trú án sann-
færingar um kraft frá hæðum. Trúin á sjálfan frelsarann er því
bundin, að hann hafi verið sendur frá himni. Sjálfur taldi hann
sig verða að sækja kraft til hæða, m. a. til lækninga. Náttúran
og lífið allt virðist og bera himinkrafti næg vitni daglega. Hann-
es Hafstein kvað um Jón Sigurðsson:
„Hans von er í blænum á vorin,
hans vilji og starf í grænkandi lund.“
Fallega sagt. En er þetta ekki enn sannara um sjálfan skap-
arann?
Umsköpunarmáttur
andans.
í stað trúfræðilegra útlistana og háspekilegra bollalegginga
um eðli heilags anda, tel ég þarfara að minnast áhrifa hans, —
umsköpunarmáttar hans. Það er sannarlega undur að sjá hvítt
og dýrlegt blóm koma upp úr svartri og kaldri moldinni. Enn
dásamlegra samt, þegar vílluráfandi, spilltir og vonlausir menn
verða nýir menn, mannperlur, fyrir andleg áhrif. Þegar í grárri
fornöld bað sálmaskáld:
„Skapa í mér hreint hjarta. ó, Guð,
og veit mér nýjan, stöðugan anda.“