Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 30
220 KIRKJURITIÐ Því fegurri og áhrifameiri sem söngurinn er, því máttugri reynist hann að leiða hug og hjarta kirkjugesta inn í helgidóm guðsþjónustunnar og vekja hreia lifandi trú og tilbeiðslu. Það er gleðilegt, hve kirkjusöngur úti um byggðir landsins hefir tekið miklum framförum nú í seinni tíð, síðan farið var að stofna kirkjukóra. Og var þess hin mesta þörf. Má vænta bins bezta árangurs af því starfi fyrir kirkjukóra og safnaðalíf. Safnaðarvitundin, sem á að efla guðstrú og tengja fólkið í órjúfandi bræðralag, þarf að vakna og eflast. Hér á landi hefir alltaf verið sungið. í kirkju, í brúðkaups- veizlum og á heimilum. Eða svo var það í mínu ungdæmi. En síðan fólkinu fækkaði í sveitunum, hefir söngurinn þagnað á beimilunum. Og er það mjög slæmt. Útvarpið leysir það mál ■ekki af hólmi. Eg vona, að með fjölgun og starfi kirkjukóra lifni yfir söng á heimilunum. Ég vona einnig, að heimilisguðrækni, með húslestri, bæn og söng, verði tekin upp aftur, þar sem það hefir lagzt af. Sá þáttur daglegs lífs má með engu móti missast. Það er uppeldisatriði fyrir hina ungu að alast upp með þeim gamla góða sið. íslendingar eru sönghneigðir og söngelskir að eðlisfari. Enda upp úr þeim jarðvegi sprottnir. Fósturjörðin er sjálf söngnæm. Tónaskrúð náttúrunnar er mikið og listrænt. Á fögrum sumarkvöldum, þegar sólin brýzt fram eftir þunga rigningu, er tónadýrðin mest. Þá er það, sem allt fagnar og syng- ur. Ár og lækir, fossar, skógar og fuglar. Það er hægt að sjá í anda Davíð konung Israels sitja á slíku kvöldi úti í haga meðal hjarðar sinnar og hlusta hugfanginn ■á unaðslega hrynjandi, í röddum hinna síkviku tóna náttúrunnar og taka strengjahljóðfæri til þess að leika fyrir Drottni nýjan söng- Berggrav biskup segir í hinni mjög skemmtilegu bók, „Háloga- landi“, þegar hann talar um kirkjusönginn í Norður-Noregi, efth' skýrslum sóknarnefnda, að bezt sé sungið í sjávarsöfnuðununi. Og er það mjög vel skiljanlegt. Þar, sem söngeyrað hefir fm bernsku alizt við hina voldugu tóna hafsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.