Kirkjuritið - 01.05.1956, Page 46
236
KIRKJUEITIÐ
Góðar gjafir. Séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ skrifar: „í lok messu-
gjörðar, er merki voru seld fyrir Ekknasjóð, afhentu 2 menn mér sínar 50 kr.
hvor vegna sjóðsins. Annar þeirra var Þórður Benediktsson kennari á Eið-
um. Hinn er heimamaður á Eiðum, sem ekki vill láta nafn sins getið. —
Þá vildi ég biðja þess, að geta kvenna þeirra í Hofteigssókn, sem hlúð hafa
mjög að kirkjulegri menningu þar. En það eru þær húsfreyjumar Kristjana
Guðmundsdóttir og Lilja Magnúsdóttir á Hvanná. Hafa þær gefið kirkj-
unni vandaðan, heimaunninn dregil á kirkjugólfið og fermingarkyrtla. Þá
hefur dóttir Lilju, Sigríður Benediktsdóttir, gefið kirkjunni mjög vandaðan,
útsaumaðan altarisdúk. Er það mikið verk og þarft. Vann hún þetta verk
sjálf, aðeins 16 ára gömul. Ein kona enn í Hofteigssókn, Brynhildur Stef-
ánsdóttir ljósmóðir, hefir mjög látið til sín taka kirkjuleg mál. Hefir auk
þess unnið að því að fegra kirkjugarðinn með því að gróðursetja þar tré.
Þá hefir Kvenfélag Eiríksstaðasóknar gefið Eiríksstaðakirkju altaristöflu
eftir Jóhann Briem. — Páskadagskvöld, áhrifaríka mynd.“
Guðný Guðmundsdóttir Matthíassonar frá Grimsey, lék nýlega ein-
leik á fiðlu við útvarpsmessu frá Bamaskóla Kópavogs. Hún lék í fyrsta
sinni við messu á páskum í fyrra. Þá var hún sjö ára, og mun fágætt að svo
ung börn hafi slíka leikni og djörfung til að bera á þessu sviði, enda vakti
leikur hennar áðdáun margra.
Áttunda ársþing Slysavarnafélags íslands var lialdið í Reykja-
vík 22.-26. apríl. Fjöldi fulltrúa mætti, þar á meðal 14 prestar. Ýmis merk
mál voru afgreidd, þ. á. m. samþ. að ganga í Landssambandið gegn áfengis-
bölinu. Siðasta fundardaginn gafst fuiltrúum kostur á að sjá björgunarskútu
Norðurlands, sem nefnist Albert, hleypt af stokkunum. Forseti félagsins er
Guðbjartur Ólafsson hafsögumaður.
Tvær af elztu og kunnustu prestsekkjum landsins eru nýlátnar.
Frú Ingibjörg Jónasdóttir frá Ámesi dó 30. f. m. Hún var dóttir séra Jón-
asar Guðmundssonar á Staðarstað, sem var kunnur menntaskólakennari og
síðar nafntogaður ræðumaður. Lengi stóð frú Ingibjörg við hlið manns síns
séra Sveins Guðmundssonar í blíðu og stríðu. Gáfuð mannkostakona með
óbilandi trúartrausti. — Frú GuSný GuSmundsdóttir frá Grímsey lézt eftir
langverandi vanheilsu á 87. afmælisdegi sínum, 29. f. m. Hún var sann-
kölluð Bergþóra séra Matthiasi Eggertssyni manni sínum, og ástsæl af öll-
um, enda merk og góð kona á alla lund. — Báðar þessar konur áttu mörg
böm, sem sýndu þeim mikið ástríki í elli þeirra.