Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 5
PÁSKAHÁTÍÐIN 147 Draumar vorir og rannsóknir á lífi sálarinnar bendi skýrt á sjálfstætt líf mannsandans. Vér höfum spurt skáld og sjáara og séð í fegurstu trúarljóð- um þeirra mistrið hörfa frá og himin Guðs brosa við oss eins og föðurauga. Og reynsla sjálfra vor hefir orðið sú á helgustu stundum æfi vorrar, að vér höfum glöggt fundið til nálægðar Guðs og kærleika hans. Oss hefir þótt sem hann sjálfur kæmi nær og eilífðin, en hitt eins og fjaraði frá oss. Vér höfum þá fundið bærast í sál vorri krafta. sem ekki voru af þessum heimi, og horft út yfir gröf og dauða inn í sælu annars lífs. Ekkert af þessu hefir þó veitt oss fullnaðarsvar, því að oss hættir til að efa það í lengstu lög, sem vér þráum heitast. Það er í dýpstum skilningi aðeins eitt svar, sem oss fær nægt og svalar þránni eftir eilífu lífi. Það er svar páskanna — upp- risa Jesú Krists. Þegar ég var prestur í Stykkishólmi, heyrði ég stundum berast inn til mín óm af margradda söng undra fögrum, og gekk ég oft út að hlusta. Þessar raddir voru óteljandi margar °g með misjöfnum hreim, en mynduðu þó samstilltan klið — svanakvak af vogunum. Því lengur sem ég hlýddi á, því betur tókst mér að greina raddirnar, og stundum hóf sig ein og ein upp yfir hinar titrandi af fögnuði yfir lífinu. Aldrei gleymi ég þeim unaðssöng. Og þó er annar söngur þúsundfalt fegri. Sigurfögnuður og npprisulofgjörð frumkristninnar og Nýja testamentisins. Hann hljomar þar frá hverri blaðsíðu. Og enn má greina einstakar raddir. „Ég hefi séð drottin", segir María Magdalena. Á líkan hátt segir Páll postuli: „Hefi ég ekki séð drottin Jesú? .... Það kenndi ég yður fyrst og fremst, að Kristur dó .... og er "PPrisinn á þriðja degi samkvæmt ritningunum, og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf; síðan birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér ems og ótímaburði; því að ég er síztur postulanna, og er ekki

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.