Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 20
Cifið eftir dauðann (í enska blaðinu „Church Times“ hefir undanfarið verið greinarflokk- ur um lífið eftir dauðann, og liafa greinamar vakið mjög mikla athygli. Síðasta greinin, sem mér hefir borizt, er eftir J. W. C. Wand Lundúna- biskup, og fer hún hér á eftir í íslenzkri þýðingu Á. G.) I umræðum um lífið handan grafar er venjulega gengið að því vísu, að eilífðarörlög einstaklingsins fari eftir siðgæðisþroska hans hér í lífi. Kærleiksverk manna skeri úr því, hvort þeir verða hólpnir eða fordæmd- ir. Siðgæði er það, sem öllu skiptir. Biblían leggur auðvitað áherzlu á þetta: Þeir, sem gott hafa gjört, skulu ganga inn til eilífs lífs, en þeir, sem illt hafa aðhafzt til eilífrar refsingar. En það er annar greinarmunur gerður í Biblíunni, milli þeirra, sem trúa, og hinna, er ekki trúa. Þar er ekki lögð áherzla á siðgæðisþróttinn, heldur á trúna. Þessa gætir einkum hjá Páli, er kennir það, að upprisan sé eingöngu komin undir samfélaginu við Krist. Og Drottinn vor segir sjálfur blátt áfram í fjórða guðspjallinu: „Sá, sem trúir á mig, hefir eilíft Iíf.“ I Opinbemnarbókinni er lögð sameiginleg áherzla á hvort tveggja, því að þar em þeir, sem ekki trúa, nákvæmlega hinir sömu sem þeir, er vondir eru siðferðilega. En þetta var mitt í harðri hrið milli ríkis og kirkju, þegar menn urðu að taka ákveðna afstöðu öðru hvoru megin. ÞEIR SEM EKKI TRÚA. Á rólegum tímum hefir ekki verið gjörður jafn skarpur greinarmunur. Þá hefir reynzt ókleift að telja það algerlega eitt og hið sama að trúa og vera góður og að trúa ekki og vera siðferðilega vondur. Vér vitum, að margir kristnir menn hafa ekki lifað því lífi, sem samboðið var játningu þeirra, og vér vitum jafnframt, að rnargir, sem vakið liafa aðdáun vora með líferni sínu, hafa aldrei haft tækifæri til að samþykkja játningarnar og jafnvel aldrei heyrt fagnaðarboðskapinn um hjálpræðið. Þess vegna hlýtur spumingin að vakna, og er þegar vakin: Hvað kennir kristindómurinn um örlög þeirra, sem ekki trúa?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.