Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 33
TRURÆKNI FEÐRANNA 175 kristileg velferðamál, því hann var mjög ákveðinn trúmaður. Um langt skeið var hann sunnudagaskólakennari, og þó aldrei hefði hann orð á því við mig, vissi ég vel, að engan gladdi það meir en hann, er ég afréð að verða prestur......Trúkona var hún (þ. e. móðirin) mikil og lagði frábæra rækt við að kenna okkur bömunum bænir og sáhna, kunni sjálf mikið af Passíusálmum Hallgríms Pétursonar utanbókar og ógrynni af öðrum sálmum og bænum. Gamla kverið, er hún lærði til undirbún- ings undir fermingu, kunni hún reiprennandi. Uppfræðslu þeirrar kyn- slóðar í kristnum fræðum var eftir mælikvarða okkar samtíðar mjög á- bótavant, en ekki verður því neitað, að merkilegan ávöxt bar hún hjá mörgum. Alvaran, sem ríkti í þeirri uppfræðslu, kann að hafa bætt upp það, sem ábótavant var í aðferðum.... (Kristinn Ólafsson og Katrín Ólafsdóttir, eftir séra Kristin Ólafsson). Faðir niinn var mjög trúhneigður maður. Sunnudagurinn var fyrir hon- Rm í raun og sannleika Drottins dagur. Á þeim dögum las hann ávallt húslestra og helgirit, ef ekki fyrir alla fjölskylduna, þá aðeins fyrir sjálfan sig. Á föstunni las hann einnig upphátt á hverjum degi um stund, og daga dymbilvikunnar las hann alla Passíusálma Hallgríms. Ef til vill var honum það ekki ljóst þá, að liann var að leggja þá traustustu undirstöðu sem hugsast getur undir líf og starf bama sinna, en þó var það svo. Við höfum nú fyrir löngu skilið þetta og metið og erum honum inni- lega þakklát.... Móðir mín var skrifari kvenfélagsins (þ. e. safnaðarins) i þrettán ár, bjó böm undir fermingu í fjölda mörg ár, þeirra á meðal °kkur systkinin öll. . . . (Guðbjartur Jónsson og Guðrún Ólafsdóttir, eftir Lilju Eylands). Hann (þ. e. faðirinn) hafði mikla og fagra tenorrödd, söngelskur, og var hann forsöngvari í kirkjum þeim, er hann sótti, áður en orgel komu. Trú hennar (þ. e. móðurinnar) á Guð er svo einlæg og sterk, að hún liefir sigrað óttann, man ég ei til, að hún sýndi hræðslu eða brysti kjark, hversu erfiðlega sem horfði. Sú trú, sem hefir þau áhrif, hlýtur að vera goð. Fordæmi móður minnar hefir sannfært mig um það. — Mann- kærleikur og hjálpfýsi auðkenndu framkomu þeirra, svo að þau máttu t'kkert aumt sjá, án þess að veita þá hjálp, er þau máttu.... (Hallur Ólafsson og Guðn'in Kristjana Bjömsdóttir, eftir Ólaf Hállsson).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.