Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 28
170 KIRKJURITIÐ má ekki taka þátt í ranglátu stríði, en sé það réttlátt, er honum skylt að berjast á ábyrgð stjómarvaldanna. I samræmi við þetta sjónarmið lýsti ég mig samþykkan yfirlýsingunni í Toronto 1950, þar sem Alkirkjuráðið mælti með þeirri ákvörðun Bandaríkjastjómar að framkvæma lögreglu- aðgerðir í Kóreu. Þessar aðgerðir snemst síðar upp í styrjöld. Var það „réttlátt stríð“? Þegar ég las um loftárásirnar, sem gerðar voru á þorp og borgir, þar sem borgararnir vildu hvorki þetta stríð né neitt annað, gat ég ekki trúað því, að svo væri. Og svo kom sú spuming, hvort binda ætti endi á þessa styrjöld með atomvopnum. Hvað merkti að heyja „rétt- látt stríð,“ með vetnissprengju? Sannfæring mín, sem virtist áður alveg bjargföst, riðaði til falls. Er stríð sama og að einhver stjómarvöld noti valdbeitingu til að tryggja öryggi og frið? Er unnt að koma nokkm góðu til leiðar með því að eyða þúsundum manna, — mannvera, — sem ekkert eru við málið riðnar og þrá það eitt að vera látnar í friði og fá að lifa sínu kvrláta og óáreitna lífi án afskipta annarra? Kóreudeilan markaði tímamót varðandi skilning minn og afstöðu. Þótt ég hefði ekki fundið fullnaðarsvarið, gat ég ekki lengur komizt hjá að taka raunverulega og skýra ákvörðun. Eg braut um þetta heilann í nokkur ár og velti fyrir mér alls konar kennisetningum. Eg verð að játa, að enn hefi ég ekkert fullnaðarsvar á reiðum höndum. En eitt var það, sem mér varð alveg dagljóst: Ekkert í Nýja-testamentinu, né lýsing- unni á Jesú Kristi örfar til valdbeitingar né kúgunar, þvert á móti emm vér vöruð við að beita ofbeldi. Andstætt því er oss hvað eftir annað ráðið til að sigra illt með góðu. Raunverulega er þetta eina kristna aðferðin við að berjast gegn illu. Hins vegar er sagt, að það að gjalda illt með illu leiði aðeins til enn meira ills, meiri fjandskapar og haturs. Þetta var mér, sem ahnn var upp á kristnu heimili ekkert nýtt, en ég hafði ekki gert mér það nægilega ljóst fyrr en nú. Ég sá, að þessi afstaða er hluti af boðskap guðspjallanna, sem verður ekki aðgreindur frá sjálfu fagnaðarerindinu, því að sáluhjálpin, mín og annarra, hvílir á þeirri stað- reynd, að Guð háði ekki sitt „réttláta“ stríð gegn andstæðingum sínum, hvort heldur mér eða öðmm, heldur sigraði hann hið illa með því að gera óvinum sínum gott. Fóm hins eingetna, elskaða sonar er sönnun þessa. Með því að elska óvini sína, með því að elska mig, leiðir Guð sáluhjálpina til sigurs. f vitund þessa get ég ekki komizt hjá að hafna þvingun og kúgun, valdbeitingu og ofbeldi í því skyni að greiða fyrir einhverju, sem sé í samræmi við ætlun Guðs með mennina. Kristur gekk Guðs veginn, og afneitaði öllum þvingunum, og oss er boðið að feta í fótspor hans. Þetta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.