Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 6
148 KIRKJURITIÐ verður þess að kallast postuli, með því að ég ofsótti söfnuð Guðs .... Nú er Kristur upprisinn“. Og Pétur postuli lýkur ræðu sinni á hvítasunnudag ,er þrjár þúsundir manna tóku skírn til kristinnar trúar, á þessa leið: „Með óbrigðilegri vissu viti þá alt ísraels hús, að Guð hefir gjört hann bæði að drottni og Kristi þennan Jesúm, sem þér krossfestuð“. Þessi vissa og páskalofsöngur eru gædd sigurafli. Hreyfingin, sem vakin er fyrir bjargfasta trú á upprisu Jesú og miðar að því að kristna allar þjóðir, er voldugasta heimssögulega staðreynd. Hún er runnin frá lífi Jesú Krists bak við hel. Kristindóm- urinn sannar það. Fagur, þróttmikill meiður vex ekki af holri skurn. Old af öld hefir páskalofsöngurinn ómað frá vorri jörð, og stef hans er jafnan hið sama: Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. Hann lifir, hann lifir. Og vér munum lifa. Ég minnist söngsins frammi fyrir gröf Krists í Jerúsalem fyrir mörgum árum, þar sem söfnuðurinn kraup með logandi kerti í hendi. Allir sungu óumræðilega fagran og hrífandi til- beiðslusálm, svo að annan eins söng hafði ég aldrei áður heyrt og mun varla heyra hér í lífi. Nú hefir upprisusöngurinn hljómað á páskum í Grafarkirkjunni og í kirkjum kristninnar um allan hnöttinn og stigið upp til himins. Það er fegursta lof- gjörð vorrar jarðar. Sami páskafögnuðurinn ríkir í sálum manna sem hinn fyrsta kristna páskadag. Ég hefi hitt menn, sannorða og göfga, sem hafa skýrt mér frá því, hvernig Drottinn Jesús hafi birzt þeim og fyllt hjörtu þeirra svimandi sælu. Þeir hafa sagt líkt og María Magdalena og Páll postuli og aðrir N.t. höfundar: Ég hefi séð drottin. Tveir þessara manna eru á lífi allt til þessa en einn er sofnaður. Og ég veit einnig um menn, sem á sorgar- stundum eftir látna ástvini hafa fengið kraft til að bera það, sem þeir hugðu áður að þá brysti þrótt til. Þegar mest lá við, þá kom hjálpin, sannfæringin um það, að ástvinurinn látni lifði og von væri endurfunda við hann. Ég veit um mann, sem taldi sig vantrúaðan og vonlausan um framhald lífsins eftir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.