Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 27
HVERS VEGNA EG GERÐIST FRIÐARSINNI 169 hvaða afstöðu bæri að taka til stríðs og friðar. Nú skeði það í fyrsta sinni, að efi vaknaði um hvort frá kristilegu sjónarmiði væri nokkru sinni réttlætanlegt að leggja út í styrjöld. En svo skall hún á ári síðar, og vér vorum komnir í hana alveg fyrirvaralaust, án þess að kristnum mönnum i landi voru hefði tekizt að taka nokkra fasta ákvörðun um hvað bæri að gera. Aðeins fáeinir „andmæltu af samvizkuástæðum", en meiri hlutinn hélt vananum: Landið átti í styrjöld, allir urðu að einbeita kröftum sínum í þá átt að bæta úr þörfunum og gera það, sem í þeirra valdi stæði, til að sigur ynnist og sæmileg útkoma fengist. Með tímanum varð þúsundum manna ljóst, að sigur Hitlers rnundi leiða til hins mesta ófagnaðar. En um þetta voru samt skiptar skoðanir innan kirkjunnar, enda kirkjan svo klofin, að enginn gat leitað sér huggunar nema hjá vissum einstaklingum. Þannig stóðu málin til stríðsloka árið 1945. Þróun málanna hafði verið svipuð og í fyrra stríðinu. Stríðstímar ®ru yfirleitt reynsluríkir, en ekki hentugir til ályktana. 1945 var það almenn skoðun, að afnema bæri styrjaldir sem tæki til að ná stjómmála- legum markmiðum. Evangeliska kirkjan í Þýzkalandi játaði, að hún hefði ekki gaett ábyrgðar sinnar gagnvart þjóðinni, og sú spuming var hafin, hvort nokkurn tíma yrði nokkuð unnið með valdi. Fáum árum síðar varð það almenn skoðun, „að ofbeldið hefði aldrei neina blessun í för með ser.“ Þetta var fyrst kirkjuleg kenning, sem síðar var viðurkennd á stjóm- málasviðinu. Nú rak að því, að Vestur-Þýzkaland yrði endurhervætt. Hvernig átti kirkjan að snúast við því? Þá var það sem ég gat raun- verulega ekki varizt þess lengur að taka ákveðna afstöðu. Menn rifjuðu að nýju upp kenningu lúthersku kirkjunnar. Hún er á þá leið, að ein- staklingnum sé ekki leyfilegt að beita valdi eða ofbeldi í sínum einka- málum, en aðstaða og hlutverk ríkisvaldsins sé með öðmm hætti. Það hafi ekki einvörðungu rétt til að nota valdbeitingu og kúgun, heldur sé beinlínis skylt til að gera það til þess að halda uppi lögum og rétti. þessu var ennfremur dregin eftirfarandi ályktun: Ríkisvaldið hefir rétt til að nota valdbeitingu og kúgun gagnvart öðmm þjóðum, og þess er ®kki aðeins krafizt af kristnum mönnum, að þeir inni af hendi skyldu sina í þessu efni, sem almennir borgarar, heldur gegni útboði og taki Mtt í herþjónustu. l’essi skylda borgarans hafði ekki verið dregin í efa í meira en heila en nú vaknaði þessi spurning, sem vér komumst ekki undan að svara: Er það í raun og veru rétt af kristnum manni að hlýðnast þessu kalli? Af vana og tilhneigingu reyndi ég að bjarga mér með svari Lúthers sjálfs, sem var í fullu samræmi við kenningu Ágústínusar: Kristinn maður

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.