Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 21
LÍFXÐ EFTIR DAUÐANN 163 Aður en leitast verður við að svara þeirri spurningu, verður að taka nokkur atriði til athugunar. í fyrsta lagi er það ljóst, að til eru ýmiss konar menn, sem ekki trúa. Þeir, sem ég var að nefna, er aldrei hafa heyrt fagnaðarerindið, bæði þeir, er fæddust fyrir Krists burð, og hinir, sem síðan eru fæddir og lifað hafa í heiðingjalöndum, þangað sem enginn ómur af fagnaðarer- indinu hefir borizt. Til þeirra teljast einnig þeir, sem aldrei hafa heyrt fagnaðarerindið flutt með krafti, enda þótt þeir hafi fæðzt í svonefndum kristnum löndum, heimili, skóli og störf hafa skyggt á það. Enn eru aðrir, vantrúarmenn, sem hafa hafnað fagnaðarerindinu, þótt þeir hafi hlýtt á það. Sumir þeirra hafa hafnað því fullráðnum huga, eftir langa og nákvæma íhugun, af því að þeim hefir fundizt það ósam- rýmanlegt við þekkingu þeirra. Af einhverjum órannsakanlegum ástæð- um virðast þeir ekki hafa getað öðlazt gjöf trúarinnar og orðið alla ®fi einlægir vantrúarmenn. Þá eru enn þeir, sem eru mjög óeinlægir. Þeir afneita trúnni annaðhvort af því, að þeim þykja kröfur fagnaðarerindisins of þungar, eða af því að þeir eru of latir og sinnulausir til þess að hafa mokkum áhuga á því. Um þessa þrjá flokka gildir ekki hið sama. í öðru lagi er að því að tyggja, að samkvæmt kenningu kristindómsins er Guð kærleikur. Nýja testamentið fullvissar oss um það, að hann sé kærleikur og vilji, að allir nienn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Sú hug- ^ynd, að hann liafi með gjörræðisfullum vilja fordæmt suma menn til eilífrar refsingar jafnvel áður en þeir fæddust er ógurlega viðbjóðs- leg enskum hugsunarhætti. 'Það þarf ekki að draga í efa, að almætti hans gæti það og svo segir Páll postuli skýrum orðum. En kjami vem Guðs er kærleiki, og vér megum vera þess viss, að hann myndi aldrei gjóra neitt svo andstætt eðli sínu, sem hann hefir opinberað oss í Kristi. í því felst þó ekki það, að hann sé vægðin ein, og vér megum ekki dylj- ast þess, að synd og ill vantrú hafi sín gjöld í för með sér. I þriðja lagi ber að gæta að því að gild rök hníga að þvi, að eins konar millibilsástand eigi sér stað í lífinu handan grafar milli himnaríkis- saelu og kvölheima. Að lokum ber að hafa í huga við rannsókn vora, að Heilagur Andi á ótal leiðir að mannslijörtunum, einnig þeirra, sem ekki em kristnar. Guð hefir ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar, ekki heldur í heiðingjaheim- mum. Þeir, sem hfðu í honum, voru ekki án kærleika Guðs, og hann hlýtur vissulega með einhverjum hætti að hafa unnið að sáluhjálp þeirra. Vér megum ekki gjöra oss í hugarlund, að forsjón hans fyrir þeim hafi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.