Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 43

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 43
Tnnleiufar fréttir j Dr. Páll ísólfsson hefir undanfarið haldið nokkra æskulýðstónleika með aðstoð frú Þuríðar Pálsdóttur. Tilefnið 40 ára starfsemi dr. Páls. Æskulýðsleiðtogi Reykjavíkurbæjar, séra Bragi Friðriksson, hefir líka staðið að þessum hljómleikum, sem hafa verið vel sóttir og hinir ágæt- ustu 1 alla staði. Framkvæmdarstjóri Alþjóðaráðs gegn áfengisböli, prófessor Willi- am E. Scharffenberg, var hér á ferðinni fyrir nokkru, og átti m. a. við- ræður við æðstu valdamenn eins og forsetann og forsætisráðherrann. En það er eitt höfuðmarkmið fvrr nefndrar stofnunar að koma því á, að ekki sé veitt vín í „opinberum" veizlum. Framkvæmdarstjórinn sagð.i: »Við þurfum að útrýma þeirri firru, að það sé fínt að drekka, og í því efni er bezt að leiðtogamir ríði á vaðið, því að það eru þeir, sem skapa tizkuna." — Vínveitingar kváðu nú bannaðar í Hvíta húsinu — og að sjálfsögðu í stjómarsölum Múhameðstrúarmanna, og víðar. Nýtt pípuorgel var vígt í Stykkishólmi sunnudaginn 24. marz, við Iiatíðlega guðsþjónustu. Prófasturinn séra Sigurður Ó. Lárusson framdi vigsluna. Organisti kirkjunnar er Víkingur Jóhannsson. Orgelið er frá Walckerverksmiðjunum í Þýzkalandi. Frú Steinunn Stephensen, ekkja séra Ólafs Stephensens prófasts í Bjarnamesi, andaðist að Breiðabliki á Seltjarnamesi 21. f. m., 87 ára að aldri. Hún var merk og mikilhæf ágætiskona, glæsileg og mjög vinsæl. Rausnarleg gjöf. Með arfleiðsluskrá gaf Sigurrósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, til byggingar kirkju á Hvammstanga allar eignir sínar eftir sinn dag. Sigurrósa Sigurðardóttir var fædd að Syðra-Brekkukoti í Eyjafirði 2. ágúst 1863, en andaðist 18. maí 1956. Laust eftir aldamótin var Sigurrósa á Þingeymm og kynntist þar ísólfi Þ. Sumarliðasyni, og giftust þau árið 1906 og settust að á Hvammstanga skömmu síðar. ísólfur í’- Sumarliðason var fæddur að ísólfsskála í Grindavík 14. júlí 1876 en

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.