Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 10
152 KIBKJURITIÐ ari. Langmesta kraftaverk Krists er kærleiksvald hans. Allir, sem einlæg- lega á hann trúa, finna, hversu undursamlegur, yfirnáttúrulegur og alráður þessi kærleikur er. Hann er óskýranlegt fyrirbæri, ofvaxið hugsuninni, á einskis manns valdi. Nýr Promeþevur hefir flutt til jarðar þennan heil- aga eld, sem hinn mikli eyðandi, tíminn, getur hvorki fölskvað, né sett nein ævimörk. Eg hugsa oft um þetta, og undrast það mest af öllu; og það sannar mér alveg óhagganlega guðdóm Krists. Já, króna og keisaradæmi hafa varpað sínum skæra ljóma á líf mitt, og ævi ykkar, Montholon og Bertrand, hefir endurvarpað þeim dýrðar- ljórna, eins og kúpull Invalidekirkjunnar, sem gylltur var að minu boði, endurkastar sólgeislunum. En það er nú á þetta fallið, gyllingin hefir smám saman látið á sjá. Óhamingjudemburnar og svívirðingarhretin, sem dynja á okkar daglega, má gyllinguna að lokum alveg af. Við erum að- eins blý, herrar mínir, verðum senn að dufti. Slíkt er hamingjuleysið hinna miklu manna. Þetta eru þau örlög, sem vofa yfir Napoleon mikla. En sú hyldýpisgjá á milli eymdardjúps míns og hins eilífa veldis Krists, — hans, sem er hafinn á valdastól, tignaður, elskaður og dáður, af öllum alheimi. Er þetta aS deyja? Er þaS ekki miklu fremur aS lifa? Einn aí vottum dagsins í dag. í Morgunblaðinu 20. marz þ. á. er merkilegt og skemmtilegt viðtal, sem M. hefir átt við einn hinna miklu athafnamanna. er staðið hafa að framförum síðustu áratuga, Sturlaug Einars- son, skipstjóra. Þetta er karl í krapinu, sem fátt hefir látið sér fyrir brjósti brenna, ekki slakað á klónni að óþörfu, alltaf farizt giftusamlega, og stýrt skipi sínu heilu til hafnar. Fært mikla björg í þjóðarbúið. Verið allra manna glaðastur. Vitnisburður hans um mestu lífsgildin er eftirtektarverður. Honum farast m. a. svo orð. — Þú trúir því kannske ekki, en ég les bænirnar mínar á hverju kvöldi. Hér eru lokin á samtalinu: — En segðu mér, hvernig leið þér í mannskaðaveðrinu 1906? Nú hlær Sturlaugur hátt og baðar út höndunum:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.