Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 17
NESKIRKJA í AÐALDAL 159 áður voru gefnir vandaðir kertastjakar af Edvarð Friðriksen gestgjafa, þá á Húsavík, til minningar um móður hans. Svo á síðastliðnu ári barst kirkjunni stór og höfðingleg gjöf, er Hólmfríður Friðjónsdóttir frá Sandi, síðast á Litlu-Laugum, ánafnaði kirkjunni. Hólmfríður lézt 24. sept. 1954. Áður en hún andaðist, gaf hún 10 þúsund krónur til herbergis í Hús- mæðraskólanum að Laugum. Og afgang eigna sinna ánafnaði hún Neskirkju, „ef það yrði ekki svo lítið, að til skammar væri“, eins og hún komst að orði. En það reyndust vera meir en 12 þúsund krónur. Þó að hún væri fyrir löngu flutt burtu úr sókn- mn, bar hún ætíð hlýjan hug til bernskustöðva og heimakirkju, eins og þetta bezt sýnir og raunar margt fleira. Okkur ber að muna, virða og þakka slíkt sem þetta. Allar þær gjafir, sem nefndar hafa verið hér, sýna, að margir unna kirkjunni og hafa sýnt það í verki, að þeir meta starf henn- ar> vilja heill og gengi þeirra stofnunar, sem vinnur að því að efla hina æðstu menningu. Sóknarnefnd Nessóknar hefir verið óþreytandi að starfa að málefnum kirkju sinnar og telur aldrei eftir sér tíma eða fyrir- höfn. Formaður sóknarnefndar, er umbætur hófust, var Þór- hallur Andrésson bóndi, Hafralæk. En hin síðustu ár hafa þess- lr skipað sóknarnefnd og gera enn: Þórgnýr Guðmundsson kennari, Sandi, formaður, Arnór Sigmundsson bóndi, Árbót, gjaldkeri og Ketill Indriðason bóndi Fjalli ytra. Ég vil leyfa mér að þakka sóknarnefnd fyrir árvekni, trú- mennsku og fórnfýsi í starfi, svo og hinum mörgu velunnur- um heima í sókninni og öðrum, sem sýnt hafa áhuga á endur- bóturn kirkjunnar og stutt hafa hana á einn eða annan hátt. Grenjaðarstað í desember 1956. SlGURÐUR GUÐMUNDSSON. Innbyrðisdeilur kirkjunnar manna hafa fælt fleiri frá Kristi en allar orðræður vantrúarmannanna. — George MacDonald.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.