Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 30
172 KIRKJURITIÐ ekki, að fólk sæi sólardansinn, en þar á heimilinu var gömul kona, sem hafði séð hann. Nú stóð svo á, að bóndi þessi stóð úti á hlaðinu, við sólarupprás á páskadagsmorgunn, ásamt dóttur sinni 6 eða 8 ára og nefndri konu. Sólin kom upp í Miðsitjuskarði, og þegar hún var komin upp yfir sjóndeilarhringinn, snerist hún í hring, og geislastafir hennar, sem voru miklir, snerust með henni. Þetta fólk sá sólardansinn frá sínum bæjardyrum, en ýmsir trúðu því, að sólardansinn sæist ekki, nema farið væri upp á há fjöll. Ég hefi heyrt talað um tvo menn, sem uppi voru í Skagafirði á nítjándu öld og fóru upp á há fjöll til þess að sjá sólardansinn. Að sögn fór annar upp á Mælifellshnúk, en hinn upp á Grísarfell, norðan Stóravatmsskarð. Ekki höfðu þeir annað en erfiðið, því að ekki sáu þeir sólardansinn. Þá vil ég segja frá því, að ég tel mig hafa séð sólardansinn. Ég hefi sjaldan sagt frá þessu, en hafi það komið fyrir, hafa menn þagað við, eða brosað góðlátlega. Ég var orðinn fullorðinn, man ekki árið, en hygg að það hafi verið um eða laust fyrir 1930. Ég var ekki uppi á nainu fjalli. Ég stóð fyrir sunnan bæinn á Sveinsstöðum. Hvergi var ský á lofti, og hvorki fyrr eða síðar hefi ég séð sólina koma upp í heið- skiru veðri á páskadagsmorgun. Ég ætlaði að ganga til fjárhúsa, en sá þá, að sólin var rétt að því komin að rísa yfir sjóndeildarhring. Þá flaug mér í hug, að nú væri hið gullna augnablik. Ekki þorði ég að fara inn og láta fólk vita, af ótta við, að tækifærið glataðist á meðan. Auðvitað er þetta tóm vitleysa, hugsaði ég, og skynsemin aftók það með öllu, að þetta gæti átt sér stað. En þó leyndist með mér einhver efi, líkega kominn frá sviði tilfinninganna. Ég beið í nokkrar mínútur og horfði til sólar, og þegar hún var að losna við sjóndeildarhringinin, hoppaði hún upp á himininn tvisvar eða þrisvar. Ekki voru þetta stærri stökk en sem svaraði hálfu þvermáli sólar, og ekki man ég eftir, að geislastafir hennar væru óvanalega miklir. „Og þetta er þá satt,“ hugsaði ég og varð bæði undrandi og glað- ur yfir, að hafa séð teikn feðra minna. Ég tel mig ekki vera trúaðri en almenmt gerist og ekki er ég heldur trúlaus, en það skal tekið fram, að ýmiss konar dulfræði er mér hugðar- efni. Engar dulargáfur eru mér þó gefnar, og ekki minnist ég þess að liafa séð neitt annað um dagana, sem ég hefi ekki getað skilið eða skýrt. Nú veit ég það, að „sólin gengur sína leið, svo sem Guð bauð hemni.“ Ég veit, að hún liefir verið á sinni braut og ekki tekið nein stökk, en augu mín sáu þetta, og ég trúi því örugglega, að ég hafi séð sólar- dansinn. _ , Björn Egusson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.