Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 14
156 KIRKJURITIÐ hve mjög skortir enn góð hjálpargögn, nægar barnasögur, fjöl- breyttari bamasöngbækur, en fyrst og fremst fleiri og ágætari skugga- og kvikmyndir í þessu skyni. Án þeirra verður ekki komizt, og þær munu stöðugt ryðja sér meira til rúms. Ég und- irstrika enn það, sem ég hefi áður bent á, að kirkjan og fræðslu- málastjórnin ættu að taka höndum saman og koma upp fögru og margbreytilegu safni, sem prestar og aðrir kristilegir æsku- lýðsleiðtogar ættu kost á að nota við vægu gjaldi. Unglingastarfsemin er enn minni af hálfu kirkjunnar, enda ýmsum vandkvæðum háð, m. a. skortir hentugt húsnæði til hennar allvíða, ekki sízt í þéttbýlinu. Æskulýðsguðsþjónustur eru samt allvíða haldnar, einkum norðanlands fyrir forgöngu séra Péturs Sigurgeirssonar á Akureyri. Nokkur æskulýðsfélög starfa líka nú þegar. í þessu sambandi má og nefna tómstunda- starf, sem nú er að hefjast í Reykjavík undir stjórn séra Braga Friðrikssonar. Margt mætti sækja til Svíþjóðar, en Svíar leggja mikla alúð við þennan þátt kristilegrar starfsemi, og eiga þar ágæta forystumenn. Svo er raunar víðar. Og mest er um vert, að þetta er hafið hérlendis. Það þróast eflaust í framtíðinni. Gunnar Árnason. Mig dreymdi, að ég væri kominn til liimins og stæði við hlið Paradísar, og hlýddi á úrskurð þeirra, sem gættu þess. Þar kom lærður rabbí og æskti inngöngu. „Dag og nótt,“ kvað hann að orði, „las ég heilagt lögmálið.“ „Dokaðu við,“ sagði varðengillinn. „Við þurfum að rannsaka, hvort þú last þetta sakir sjálfs lögmálsins, eða sakir stöðu þinnar, eða til að afla þér frægðar." Næst kom trúarleiðtogi úr flokki Zaddika. „Ég fastaði mikið,“ sagði hann. „Eg gerði margar yfirbætur, og ég grúskaði í hinum leyndardóms- fullu Zoharfræðum.“ „Bíddu örlítið," sagði engillinn, „þangað til við höf- um gengið úr skugga um, að þú gerðir þetta af hreinum hvötum." Næst kom þarna gestgjafi. „Ég lét dyr mínar standa opnar fyrir hverj- um fátækum manni, sem bar að garði mínum, og saddi hann án nokkurs endurgjalds.“ Hið himins lukust tafarlaust upp fyrir honum. Hér var ekki þörf frek- ari rannsókna. Rabbí Aaron Leib frá Primishlan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (01.04.1957)
https://timarit.is/issue/309257

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (01.04.1957)

Aðgerðir: