Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 32
174 KIRKJUBITIÐ Hann hafði haldið uppi guðrækni heima og aldrei talað orð á móti trúnni, en nú játaði hann skýlaust, að efasemdir hefðu ásótt sig árum saman. Og nú var því lokið, trúin hafði tendrazt upp snögglega eins og leiftur; og í því ljósi lifði hann áreiðanlega það sem eftir vax .... (Guttormur Þorsteinss. og Birgitta Jósepsd., eftir séra Guttorm Guttormss.) Hún (þ. e. móðirin) las húslesturinn á sunnudögum, sat við borð við suðurgluggann, leit oft út um gluggann, meðan hún las, án þess það fipaði fyrir henni. . . . Faðir minn átti fyrstu útgáfu sálmasöngsbókar Guðjóhnsens. Var hún einrödduð aðeins. Faðir minn lærði sum af lög- unum í þeirri bók eftir nótum, hljóðfærislaust. .. . Hann var ekki í söfn- uð.i, en borgaði til prests og kirkju. Komu safnaðarmenn til hans þess utan að fá einhvern fjárstyrk, og lét hann ekki sitt eftir liggja.... (Jón Guttormss. og Pálína Ketilsd., eftir Guttorm J. Guttormsson). 'Þegar leið á kvöldvökurnar hjá okkur, lagði mamma frá sér prjónana, en pabbi las húslesturinn. Hann átti Péturs-Hugvekjur, Passíusálma, gamla sálmabók og bænakver. A sunnudögum, ef ekki var farið til messu, las liann Vídalíns Postillu, og viðeigandi sálm og bæn. (Sigurbjörn Jóhannsson og María Jónsdóttir, eftír Jakobinu Johnson). Faðir minn las sunnudagslestra um hverja helgi, ef ekki var farið til kirkju. Voru þá sungnir sálmar, hlýtt á Pétuxs postillu og síðan með handabandi þakkað fyrir lesturinn. Hugvekjur voru lesnar frá vetumótt- um til vors og sungnir Passíusálmar á föstunni, eins og siður var til. (Björn Gíslason og Aðalbjörg Jónsdóttir, eftir Jón B. Gíslason). Ég minnist atviks frá því ég var drenghnokki, sem varpar ljósi á hugs- unarhátt föður míns. Kirkja var byggð, og faðir minn var sem oftar í sóknarnefnd. Þegar langt var komið með bygginguna, varð auðsætt, að kostnaður myndi fara talsvert fram úr því, sem áætlað hafði verið. Var sóknarnefndarfundur haldinn til þess að ráða fram úr. Menn voru seinir að taka til máls, og horfur virtust daufar. Segir þá faðir minn: „Ég sé aðeins eitt ráð. Það er, að hver einstakur verður að gefa ögn meira til kirkjunnar." En það vissi ég unglingurinn, að þetta var ekki auðvelt fvrir föður minn, því efni voru knöpp. En hann hélt ekki í að styðja

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.