Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 22
164 KIRKJURITIÐ verið naum eða treg. Vér erum öll frá honum komin, og kærleiki hans vefur oss öll örmum og vemdar oss. Þess vegna verðum vér að trúa því, að von sé fyrir þá, sem ekki hafa átt kost á fagnaðarboðskapn- um hér í heimi eða farið á mis við hann vegna umhverfisins, sem þeir lifa í. Með þetta í liuga skulum vér snúa oss að meginhugleiðingarefni vom. NÁÐ GUÐS UTAN SÁTTMÁLANS. Þeir, sem ekkert hafa þekkt til fagnaðarerindisins, en beina þó lifi sínu á þá braut, er þeir vita bezt, þeir em umluktir náð Guðs og njóta liðveizlu Andans, jafnvel þótt þeir þekki hann ekki. Kennendur kristninnar í fornöld lögðu einkum megináherzlu á það. Tertúllían sagði, að andinn væri kristinn að eðlisfari, Justínus píslarvottur, Klemens frá Alexandríu og Orígenes hugsuðu sér allir, að lieimspekingamir miklu hefðu átt sinn þátt í því að undirbúa komu fagnaðarerindisins og voru sannfærðir um, að þeir myndu hljóta fyrir það sín laun í öðm lífi. Það var ekki fyr en á Miðöldum, að mönnum þótti nauðsyn á vera, að þeim væri ætlaður sérstakur bústaður, þar sem þeir gætu notið lífs- ins eins og þeim væri eðlilegt, en öðluðust þó ekki æðri blessun himins- ins. Þetta var auðvitað ekki annað en hugarsmíð. I fyrstu erfikenningunni kristnu er engin útmálun á himninum hinum megin grafar. Ef vér mætt- um taka þátt í þeim heilabrotum, skyldum vér ætla, að fyrirhyggja Guðs fyrir þeim væri af meiri mildi og fyllra samræmi við þekkingu vora á kærleik hans. Jesús sagði að vísu: „Ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komizt inn í guðsríkið" og „enginn kemur til föðurins nema fyrir mig,“ en engu að síður getum vér ályktað, að þeim sé gefið tæki- færi jafnvel hinum megin grafar til þess að öðlast bót á þeirri vanþekk- ingu, sem þeir áttu óhjákvæmilega við að búa hér í lífi. Ljúft er að hugsa sér, að þetta sé einmitt tækifærið, sem veitt sé með „sigrinum yfir helju,“ sem hlýtur að halda áfram að eilífu, ef hann hef- ir einhvern tíma átt sér stað. Enginn vafi leikur í því, að kaflinn í I. Pét. um prédikun Jesú fyrir öndunum í varðhaldi verði skýrður á fleiri en einn veg. Eru andarnir, sem nefndir eru, fallnir englar? Eru það menn, sem tóku ekki viðvörun Nóa? Eru þeir góðu Gyðingamir eða góðu heiðingj- arnir, eða hvort tveggja? Þótt aðeins væri átt við einn flokkinn af sálum þessara, þá veitti það tryggingu fyrir því, hver sannleikurinn væri um hina. Kirkja Englands, sem fer viturlega að ráði sínu og forðast of miklar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.