Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 37
KIRKJUVIKAN I WISCONSIN 179 við höfðum nægilegan tíma og vorum komnir á áfangastað, sem var lítill bær, um 10 þús. íbúar, Platteville að nafni, er hann í suðurhomi Wis- consin, rétt þar sem ríkin Illinois, Iowa og Wisconsin mætast. Var þar nokkuð mannmargt, er við komum inn í kirkjuna. 16 prestar og eitthvað af leikmönnum. Ekki þekkti ég neinn þeirra, nema prestinn, sem stjórnar þessum kirkjuvikum, kynntist ég honum, er hann var hjá okkur í haust að hjálpa okkur við allan undirbúning. Kynnti hann mig fyrst fyrir prest- inum, sem ég átti að vinna með. Var hann þýzkur að uppruna, eins og langflestir í söfnuði hans. Vissi ég ekki um nema tvær fjölskyldur, sem töldu sig Skandinava, önnur dönsk, en hin norsk. Hafði sá norski maður dvalizt á Islandi á stríðsárunum og lét hið bezta af dvöl sinni og talaði nijög hlýlega um fslendinga. Eftir þennan stutta kynningarfund fór hver til síns heimilis með gest- gjöfum sínum. Voru það 10 kirkjur ,sem voru að hafa þessa kirkjuviku á sama tíma. Fór ég heim með mínum „þýzkara" og skoðaði kirkju þá, sem ég átti að prédika í. Veglegt Guðshús og prýðilega við haldið. Var hún byggð fyrir tæpum 10 árum, en ætla þeir nú að fara að hefja bygg- ingu á öðru húsi, á sunnudagaskólinn að vera þar og aðrar samkomur, skrifstofur prestsins og fleira. Við fórum yfir það í flýti, sem þeir höfðu gert fyrir komu mína. Höfðu allir meðlimir prestakallsins verið heimsótt- lr» þeim gefnar ýmsar upplýsingar um þessa kirkjuviku, gefið nokkurs konar „prógram", þar sem á var prentað titlarnir á ræðum þeim, sem ég mundi prédika, ásamt mynd. Þá höfðu öll heimili fengið bænarkver, og allir hvattir til þess að nota það og minnast þessarar kirkjuviku. Þungi alls þessa undirbúnings hvílir á herðunum á leikmönnum hvers safnaðar. Gefur það þeim ábyrgðartilfinningu og hrekur þá villu, sem margir eru haldnir, að kirkjan sé einungis áhugamál prestsins, og hann eigi að gera >'dlt, sem gera þarf. Kvöddumst við prestur og fjölskylda hans fljótlega, þar sem ég var töluvert þreyttur eftir ferðalagið og strangur dagur framundan. Hann byrjaði með messu kl. 9.30 f. h., þar á eftir kom sunnudagaskólinn og svo önnur messa kl. 11 f. h. Prýðiega sótt í bæði skiptin. Alltaf finnst mér það einkennileg tilfinning, þegar ég stend fyrir framan fólk, sem ég ekki þekki neitt, og prédika. Er einhvern veginn erfiðast fyrst að komast „að því og brúa þetta gil eða gjá, sem ókunnugleikinn myndar. En allt gekk þetta samt vel og slysalaust! Kl. 3 e. h. mættust svo leiðtogar allra þess- ara safnaða í kirkjunni í Platteville, sem er 7 mílur frá bænum, þar sem eg var. Þar var öllum skipt í hópa, í einum voru sunnudagaskólakenn- arar, í öðrum kórmeðlimir, þriðja æskufólk, fjórða safnaðarfulltrúar, o.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.