Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 35

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 35
TRÚRÆKNI FEÐRANNA 177 Um margra ára skeið voru sendir frá íslandi einstaklingar, mögulegir og ómögulegir, til pabba og mömmu, til leiðbeiningar, meðan þeir áttuðu sig á þessu nýja og ókunna landi. Margt af þessu fólki gerði „704“ (þ. e. heimili foreldranna) að heimili sínu, þegar það var á ferð til Winnipeg. . . . Miklum tíma vörðu þau í þágu unglinga félags safn- aðarins, sem Bandalag var kallað, og sóttu ævinlega fundi þess.... Bæði kenndu þau í sunnudagaskólanum til gamals aldurs.... Já, það var mik- ið sungið heima. Dagurinn byrjaði með því að syngja morgunsálma, áður en morgunmatur var borðaður, og lauk (þegar við vorum lítil) með því, að mamma söng fyrir og með okkur. Stundum með guitar sínum og stundum með annað okkar í fanginu, en hitt í rúminu.... (Jón Bjarnason og Lára Pétursdóttir, eftir Theódóru Hermann). Hún (þ. e. móðirin) var félagslynd, hvar sem hún var, liélt tryggð við kirkju og trúarlíf, eins í „tvíburaborgunum" sem í heimaþorpinu. Kristin kona var hún í innsta eðli. Amma kenndi okkur börnunum borð- bænina: „Himneski faðir, blessa þú oss og þessar gjafir þínar, sem við þiggjum af mildri gæzku þinni, fyrir Jesúm Krist vorn Drottin, Amen.“ En mannna lét okkur lesa borðbænina. Mamma skoraði á okkur til kirkjusóknar, ekki síður þegar við náðum fullorðinsárum en þegar við vorum börn. . . . (Faðirinn) var formaður safnaðarráðs í íslenzka Lút- Kerska söfnuðinum í Minnesota í mörg ár, sat oft þing kirkjufélagsins. (Gunnar Björnss. og Ingibj. Ágústína Jónsd., eftir Valdimar Bjömsson). Eg man, hvað við vorum innilega glöð oft og tíðum, en þó eink- anlega um jólin. . . . Pabba og mömmu kom ekki til hugar að kvarta eða barma sér. Manuna hafði steikt pönnukökur og kleinur og fleira. Við hömuðumst við verkin, söguðum við í eldavélina og ofninn, svo nóg yrði til að brenna um jólin; svo þegar útverkin voru búin og við komin í skárstu flíkurnar okkar, var orðið heilagt, sagði manna. Fyrst var lesin jólalesturinn. Þetta kvöld þurftum við að vera mjög siðprúð, sv° kom kaffið og góðgætið, er mamma hafði búið til og við máttum borða af eins mikið og okkur lysti, en engin ólæti hafa í frammi þetta helga kvöld. Loks lofaðist mamma til að spila við okkur „Púkk“ jóla- dagskvöldið, og því góða boði tókum við með þökkum.... Árið 1886 Var Hallson-söfnuður stofnaður, og gerðust foreldrar mínir meðhmir hans strax í byrjun.... (Jón Gíslason og Sæunn Þorsteinsdóttir, eftir Þorstein J. Gíslason). 12

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.