Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 39
KIRKJUVIKAN I WISCONSIN
181
ef allt félli í sörau skorður eftir þessa einu viku. Er þessum fundum var
lokið, var orðið all-framorðið venjulegast. Dvaldi ég því ekki lengi á
prestssetrinu á eftir, lieldur kom mér í rúmið, þar sem ég dvaldi. A föstu-
daginn var svo lagt af stað með lest, þar sem ökuþórinn okkar, hann dr.
McCreary ætlaði að dveljast lengur. Og heim var ég kominn til konu og
dóttur kl. 2 á laugardagsmorgun. Þreyttur en mjög ánægður.
Þú ert nú sjálfsagt búinn að fá alveg nóg af þessu rausi í mér, en sú
er nú ástæðan til þessarar „mælgi“ minnar, að ég hygg, að þetta prógram
gæti gert okkar íslensku kirkju mikið gott. Veit ég það að vísu, að ekki
munu allir verða hrifnir strax, en það var líka hér. Mér lcizt t. d. ekki
neitt á þetta í upphafi, en er ég fór að kynna mér þetta betur, og eftir
að við reyndum það hér, gjörbreyttist ég. Ég veit, að hefðuð þið áhuga,
væri hægt að hafa hér mann, ykkur að kostnaðarlausu, ég er búinn að
grennslast eftir því til þess að kynna sér þetta allt. Einnig er ég búinn
að tala við næst æðsta manninn í Sameinuðu Kirkjunni hér og segist hann
skuli koma til ísanda, hvenær sem er, til þess að kynna ykkur þetta!
Kannski þú fáir hið liáa Alþingi til þess að veita fjárupphæð til þess að
ráða fastan starfsmann til þess að hafa umsjón með þessu heima. Ég veit,
að menn frá bæði Þýzkalandi og Norðurlöndunum liafa dvalizt hér til
þess að afla sér vitneskju um þetta. Og auðvitað væri ég reiðubúinn, ef
þú vildir ráða mig!!! Nei, gamanlaust, ég er alveg fullviss um, að
þessa þurfum við heima, og að það getur vakið margan manninn, bæði
leikan og lærðan og gefið þeim starfsmöguleika meiri en nú. En við
getum nú spjallað meira um þetta í sumar.
Ólafur Skúlason.
Rektor Háskólans í Helsingfors komst nýlega svo að orði í ræðu:
»Það er eitt auðkenni vestrænnar menningar, að hún er reist á krist-
indóminum. Sá, sem vex upp í því andrúmslofti, getur aldrei fengið
fullnægju af því einu, sem er eingöngu bundið við þennan heim.
Hann hlýtur að hafa í huga þá spurningu, hvort ekki búi eitthvað
það með manninum, sem líði ekki undir lok við dauðann, heldur
varðveitist um eilífð. Kristindómurinn hefir veitt Vesturlandaþjóðunum
skilning á því, að sá er til, sem heldur alheiminum við með undursam-
legum hætti. — Meginhlutverk háskólakennslunnar er það að víkka and-
legan sjóndeildarhring stúdentanna og jafnvel leitast við að gefa þeim
þá útsýn yfir lífió, er varpi hugsjónabirtu yfir framtíðarstarf þeirra.