Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 44
186 KIRK JTJRITIÐ andaðist 17. sept. 1944. — Það er vitað mál, að þau hjónin réðu ráðum sínum með það, hvemig ráðstafa skyldi eignum þeirra eftir þeirra dag, en þau eignuðust engan erfingja. Ekki furðar kunnuga menn á því, að kirkja á Hvammstanga skyldi verða fyrir valinu, enda var þeim fullljós þörfin á, að hér rísi upp virðulegt guðshús, þó að hvomgu þeirra auðn- aðist að sjá það uppkomið í þessu lífi, því að Sigurrós var hætt að fylgjast nokkuð með seinustu árin, en hún var nærri 93 ára er hún lézt, en ísólfur andaðist árið 1944 eins og fyrr er sagt. — Isólfur var um langt skeið í sóknamefnd og organisti við Hvammstangakirkju og vann þau störf sem önnur af sérstakri samvizkusemi. ísólfur Sumarliðason var gjaldkeri Spari- sjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga frá stofnun hans 1917 og til dauðadags og ávann sér traust og virðingu þeirra, sem honum kynntust, jafnt í þeim störfum sem öðrum. Bæði vom þau hjón sérstakar mann- kostamanneskjur og vildu að sem minnst bæri á því, að þau réttu bág- stöddum hjálparhönd. — Þegar lokið var við að gera upp dánarbú Sigur- rósu Sigurðardóttur, kom í Ijós, að hún lét eftir sig í handbæm fé kr. 63.018.00 og í verðbréfum kr. 2.600.00 eða samtals 65.618.00. — Fyrir þessa rausnarlegu gjöf til Hvammstangakirkju frá þeim Sigurrósu Sigurðar- dóttur og ísólfi Þ. Sumarliðasyni þakka ég í nafni safnaðarins af heilum hug. Blessuð sé minning þeirra. — Hvammstanga, 31. janúar 1957. Síg. Tryggvason. Tómstundaiðja Reykjavíkurbarna ýmiskonar var til sýnis 16. apr. og var margt með snildarbragði. Jón Pálsson kennari flutti erindi um þetta starf, sem nú er unnið á vegum æskulýðsráðs Reykjavíkur. Fram- kvæmdastjóri er séra Bragi Friðriksson. Neskirkja var vígð af biskupi íslands á pálmasunnudag. Sóknarprest- urinn, séra Jón Thorarensen, prédikaði. Viku áður var ýmsum mönnum boðið til kaffidrykkju í samkomusal kirkjunnar, og skýrði formaður safn- aðarnefndarinnar, Stefán Jónsson skrifstofustjóri, þar frá byggingarsögu kirkjunnar. Verður gjör sagt frá þessu í næsta hefti. Hallgríms Péturssonar minnzt í barnaskólum. Áður en páska- leyfið hófst, voru börn í öllum barnaskólum í Reykjavík æfð í því að syngja Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Voru flutt stutt erindi um hann í skólunum 12. apríl, og sungu börnin vers eftir hann bæði á undan og eftir. Er þetta skólunum til mikils sóma og verður blessunar- ríkt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.