Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 8

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 8
150 KIRKJURITIÐ Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns. Engan hefi ég vitað bera brigður á það, að hann væri önd- vegisklerkur, nema sjálfan hann. Hann segir þetta um prestsskap sinn: „Ég blessa þá ákvörðun mína að gerast prestur og þá stund, er mér veittist náð til þess að taka vígslu til þess háleita starfs. Þó skal því engan veginn neitað, að margar áhyggjustundir hefir prestsstaðan bakað mér, og stundum sem mér hefir fund- izt, að starfið vera mér með öllu ofvaxið og kraftar mínir engir til þess að reka það erindi Guðs, sem mér var trúað fyrir. En það hefir gefið mér styrk, að alla tíð hefi ég átt að fagna kær- leika og umburðarlyndi margra safnaðarmanna minna, og ég get ekki nógsamlega þakkað þeim fyrr og síðar, hvernig þeir hafa umborið störf mín og stundum jafnvel metið þau ofar verðleikum. Því að þó að unnið starf mitt á liðnum tíma geti sýnzt allmikið á skjölum embættanna ... þá finn ég það sífellt betur, hve mikið hefir á skort, að gert hafi verið eins og þurft hefði og tækifæri hafa verið til.“ Annars virðist mér hvert orð í lýsingu hans á prestsstarfi föður síns eiga við um sjálfan hann. En hún er á þessa leið: „Hann var frjálslyndur og víðfeðmur í skoðunum, bjartsýnn og prédikaði óhikað trú sína á mátt og sigur hins góða. Öll harka, þröngsýni og dómsýki var fjarri honum og allt, sem því var skylt ... Stólræður hans þóttu góðar og sumar frá- bærar.“ V. Ég hlýddi á sum erindi hans og prédikanir. Hugsanir hans voru ljósar og meitlaðar og tignarbragur á öllu máli hans. Hann vissi, að hann átti göfga móður, kirkjuna, sem hann vildi vinna allt, er hann mátti. Hann þráði einingu hennar, enda tók hann ungur þátt í kirkjuþinginu mikla í Stokkhólmi 1925, sem átti það markmið að stuðla að henni. Hann taldi það gleðilegt tákn tímanna, að einmitt þegar mest væri sundrung og öfugstreymi í stórmálum þjóðanna, þá væru beztu menn þeirra að beitast fyrir einingu og samvinnu í trúmálum og leitast við að láta þar engan skoð- anamun né ágreining skipta flokkum, heldur reyna í samein-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.