Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 14

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 14
156 KIRKJURITIÐ Er mér minnisstætt, þegar ég á skólaárum mínum dvaldist um skeið í einni sókn hans syðra, hvílíkar mætur fólkið hafði á presti sínum, og mátti þar helzt engum öðrum til jafna. Þau hjón höfðu bú á Útskálum og ráku útgerð, að forni venju á þeim stað. Hvíldu þau störf að vísu ekki síður á herð- um húsfreyjunnar, vegna mikilla embættisanna prestsins. En orð var gert á dugnaði beggja, og vinsældir þeirra urðu því meiri, sem lengra leið. Sem vænta mátti var séra Friðrik tekið hér opnum örmum, í gömlum heimahögum, og átti hann alls staðar vinum að fagna á Akureyri og um Eyjafjörð, og naut þá að vísu foreldra sinna og frændliðs. Hann var þá enn ungur, er hann settist hér aftur að, ein- ungis 36 ára, en þegar með mikla lífsreynslu að baki og full- mótaður og myndugur embættismaður. Þá var og raunar löngu sýnt, að hann var í fremstu röð presta, sakir vitsmuna og þekkingar og óvenju heillandi fram- komu. Brátt naut hann sín og hér svo vel, að á betra varð ekki kosið, þó að fáum öðrum hefði raunar alltaf hent að vinna þau störf, er af honum var krafizt. En segja mátti, að um tíma hlæðist sú vinna á séra Friðrik, að tæplega væri ætlandi ein- um manni. Ef til vill hefir hann þá á stundum, einkum eftir að heilsan fór að bila, ofboðið kröftum sínum. En lítt fannst það á. Starfs- þrek hans var alveg dæmalaust og jafnaðargeð hans slíkt, að bókstaflega bar aldrei út af, á hverju sem gekk. Meiri skap- stilling hefi ég aldrei þekkt hjá nokkrum manni, né mikla og heita geðsmuni svo vel tamda. „Verið karlmannlegir, verið styrkir." Þau orð postulans voru mér oft í huga hjá séra Friðrik. Um hann hefir líka verið sagt með miklum sanni, eins og forðum um Ólaf konung, að hann var allra manna glaðastur. Það var eitt ógleymanlegasta einkenni hans, ásamt sjaldgæfri fyrirmennsku og tildurslausum virðuleik. Hvar sem séra Frið- rik kom, fylgdi honum hressandi glaðværð og lífskraftur. Til einskis var og eins gott að leita og hans, þegar eitthvað gekk öndvert eða í móti blés. Muna það nú margir, sem oft fóru betri menn og nýir af fundi séra Friðriks. Annars áttu þessi orð fremur að vera kveðja en mannlýsing.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.