Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 19

Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 19
KIRKJURITIÐ 161 þar ekki ómerkara né þýðingarminna rannsóknarsvið en hvort líf sé til á öðrum stjörnum! Viðhorf til skáldskapar og lista hlýtur og að breytast ærið mikið, ef ekkert er til andlegt í venjulegri merkingu, heldur aðeins afleiðing vissra meðfæddra og ósjálfráðra líkamshrær- inga. Enn eitt: Það er ekki sízt talsvert umhugsunarefni, hvort nokkrir valdamenn geta með nokkru móti réttlætt að svipta menn lífi í nafni heilla komandi kynslóða, já, einu sinni kraf- izt nokkurra fórna af nokkrum einstaklingi, ef vér eigum að- eins ráð á þessu lífi einu. Hvers vegna má þá ekki „glæpamað- urinn“ alveg eins njóta þessa eina lífsfæris, eins og göfug- mennið? Hvað er gott og hvað illt, ef hvorki Guð né annað líf, eða nokkuð andlegt er til? Stórskáldið Dostojesvki byggir að vissu leyti mesta stórverk sitt: Karamazovbræður, á þessari forsendu: „Ef unnt væri að uppræta að eilífu trúna á ódauðleik- ann úr mannssálinni, skrælnaði ekki aðeins kærleikurinn sam- stundis, heldur þyrri og sá kraftur, sem viðheldur mannlegu Hfi á jörðinni. Og meira en það: Hugtökin siðgæði og siðleysi væru þá um leið úr sögunni, — og allt leyfilegt, líka mannát. Já, sérhver maður, sem í fullri alvöru sleppir trúnni á Guð og ódauðleikann, er um leið ofurseldur siðaboði sinna frumstæð- ustu eðlishvata, sem ekki aðeins koma í stað trúarlegra siða- boða, heldur eru bein andstæða þeirra. Sjálfshyggjan, sem leið- ir til hreins skepnuskapar, verður þá ekki eingöngu leyfileg manninum, heldur viðurkennd sem hin rökrétta, já, eina skyn- samlega, ef ekki sú eina mannlega aðstaða í hverju máli.“ Þessi gömlu og þó sínýju vandamál: samband trúar og sið- gæðis, lífsskoðunar og breytni, eru alltof sjaldan rædd og krufin til mergjar nú á dögum. Er þess þó beinlínis lífsnauðsyn. Því að enginn skyldi halda, þótt hætt sé að læra kverið utan að, °g óneitanlega minni þungi lagður á hinar kristnu trúarjátn- ingar, að vér ung og gömul lærum samt ekki meira og minna óhugsað og ómelt marga lærdóma og játningar. Er flest af því sannarlega mannasetningar, og mótar þó líf vort og þjóðfélagið bæði til góðs og ills. Um það gildir því ekki síður en um há- spekina, að skylt er að vega allt og halda því einu, sem gott er. 11

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.