Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ 163 því svo ég heyrði, að sumir hefðu kastað upp, þegar þeir litu eymdina og sóðaskapinn þar í borginni. Sé til þess hugsað, stingur það mann í hjartað að minnast alls þess matar, sem afgangs er og fer forgörðum hér á íslandi, sem ekki er unnt að koma í sæmilegt verð, hvorki innan lands né utan. Þótt ekki mundi muna miklu um hann á hungur- svæðunum, mundi hann samt geta bjargað mörgu mannslífi, og linað þjáningar fjölda margra. Þjóðirnar bæði í austri og vestri hafa alltaf einhver ráð til að hervæða alla. Þær geta áreiðanlega líka dreift matvælum, sem fyrir hendi eru út um allar jarðir. Sameinuðu þjóðirnar gera nokkuð að því, en ekki nóg, eins og dæmið hér sýnir. Hér eigum við íslendingar að ieggja fram vorn skerf til hjálpar af gnægðum vorum. Til varnar gegn hungurdauðanum. Vér þekkjum hann of vel af sögu vorri til að geta hugsað ósnortnir til þeirra, sem honum eru nú ofurseldir. Það er betra að gefa matinn en fleygja hon- um, fyrst hungrið sverfur að milljónunum. Að því hlýtur að reka, að menn skilji þetta og finni það um allan heim. Nýtni. Þeim mun meira og lengur sem talað er um gjaldeyrisvand- ræði vor, blöskrar manni að vita til alls þess, sem árlega fer í súginn, en mætti spara og þar með draga úr innflUtningnum. Mér hefir t. d. oft óað við að hugsa til alls trjáviðarins, sem síð- ustu áratugina hefir verið látinn grotna niður um land allt, í þeim íbúðarhúsum og peningshúsum, sem menn hafa lagt fyrir róða, er nýjar steinbyggingar risu af grunni. Þegar svo er, vekur enga furðu, þótt hætt sé víðast að ganga rekann. í skóg- lausu landi gefur samt auga leið, að hér mætti og ætti betur að halda til haga. Ógrynni af flöskum hrúgast upp í geymsl- um eða er hent í bæjum og sveitum, en sams konar fluttar sí- fellt inn fyrir dýra dóma. Kynstur af blaðapappír og alls kon- ar öðrum pappír er hent daglega. Mundu ekki vera einhver ráð til að hagnýta hann á fleiri en einn veg, eins og gert er a. m. k. sums staðar erlendis. Ónotuð vélaræksni ryðga niður eins og hráviði um allar jarðir. Eflaust mætti gera sér einhvern mat úr þeim flestum, ef ríki eða einstaklingar hefðu forgöngu á því sviði. Svona mætti lengi telja til umhugsunar. Ef einhverjum finnst

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.