Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 30

Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 30
172 KIRKJURITIÐ barna og unglinga, gæti borið saman ráð sín. Þingið var ekki ýkjafjölmennt. Þátttakendur innan við tvö hundruð, enda að- eins einn eða tveir fulltrúar frá mörgum löndum. Barnavernd- arráði íslands var gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa íslands, og var það ástæðan til þess, að ég var með í þessum hópi, og var það svo lærdómsríkt, að ég finn ástæðu til að þakka sér- staklega það tækifæri, er mér gafst þar, til þess að kynnast því persónulega, hvaða meginleiðir eru farnar í meðferð þessa vandamáls á vorum dögum. Þarna voru samankomnir lögfræð- ingar (aðallega kriminologar), dómarar, stjórnarráðsfulltrúar, sálfræðingar, geðlæknar, prófessorar, prestar, barnaverndar- fólk, bæði karlar og konur. Umræðuefni þingsins voru mest fræðileg, og tilraunir gerðar til að marka stefnur og bera sam- an sjónarmið, sem ríkjandi væru í ýmsum löndum. Það er ekki hugmynd mín að rekja hér í einstökum atriðum ritgerðir, álitsgerðir eða umræður frá þinginu. Þess get ég að- eins, að verkefnið var þríþætt. Fyrst var rætt um aldurs- og þroskaskeiö með tilliti til afbrotamála, síðan um fyrirkomulag þeirra stofnana, er hefðu málin með höndum, og loks, hvaða meginsjónarmið skyldu ríkja með tilliti til úrlaunsar vanda- málsins yfirleitt. Það er ógerningur að endursegja ræður full- trúanna, en þetta stutta erindi ber öllu heldur að skoðast sem bergmál míns eigin huga frá því, er þarna gerðist. I skjölum og umræðum kom oft fyrir enska orðið „malad- justed“. í þvi felst, að einstaklingurinn hafi ekki lagazt eftir þjóðfélaginu, honum hafi ekki tekizt að lifa í samræmi við það, sem siðir, venjur og lög ætlast til. Þegar þetta ósamræmi er komið á svo hátt stig, að maðurinn teljist hættulegur umhverfi sínu eða sjálfum sér, svo að yfirvöld verði að taka í taumana, er það afbrot eða glæpur. Þar sem þjóðfélagið er í föstum skorð- um, bundið hefð og venju, sem lítið breytist kynslóð eftir kyn- slóð, og aldarandinn helzt hinn sami langa tíð, verður aðlöðun einstaklingsins tiltölullega auðveldari en þar, sem þjóðfélagið eða menning þess er í upplausn. Þá eru venjur breytilegar og bylting í öllum þjóðháttum. Afbrotaalda nútíðarinnar stendur að miklu leyti í sambandi við þá upplausn, sem orðið hefir á þessari öld, ekki sízt eftir styrjöldina síðustu. Fjöldi manna hefir flutzt úr sveitum í borgir, flóttamenn fara land úr landi, og víða er húsnæðisleysi. Nautn áfengis og annarra eiturlyfja

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.