Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 38
180
KIRKJURITIÐ
hvar vera svipaðar og hér, að því er snertir eftirlit með slík-
um börnum, afskipti af heimilum o. s. frv.
Nú er það vitað mál, að hvorki hér né annars staðar er þessi
aðferð fullnægjandi. Þá hefir og verið farin sú leið að mynda
sérstök heimili fyrir þá unglinga, sem illa eru staddir að þessu
leyti. Slíkar stofnanir eru með ýmsu sniði, en ríkjandi stefna
er sú, að hæli þessi séu sem mest rekin sem skólar eða vinnu-
hæli. Það er einnig sú stefna, sem fylgt hefir verið hér á landi,
og það vakti athygli, þegar ég skýrði frá því, að af 20 drengj-
um, sem útskrifazt hefðu frá Breiðuvíkurheimilinu, hefði að-
eins einn piltur valdið nokkrum vandræðum eftir á. Þetta bend-
ir til þess, að þó að eitthvað megi sjálfsagt finna að vorri
eigin stjórn á þessum málum, séum vér samt á réttri leið. Hitt
er annað mál, að hér hefði fyrir löngu átt að vera komið heim-
ili fyrir stúlkur, sem valda sjálfum sér og öðrum vandræðum,
en það heimili á nú senn að reisa, og þyrfti því að vera lokið
sem fyrst.
Annað, sem vakti athygli mína á þinginu í Stokkhólmi, var
það, að allir virtust sammála um, að aldursflokkurinn frá
18—25 ára gæfi tilefni til sérstakrar athugunar, en það er ein-
mitt þetta, sem vér einnig verðum varir við hér. Það hefir oft
verið talað um, að vandræðaástand ríkti í fangelsismálum hér
á landi, en ég hygg, að þau vandræði stafi ekki sízt af því,
að vér höfum aðeins eitt fangelsi, þar sem unglingar á þessum
aldri eru innan um roskna og rótgróna afbrotamenn. Hér þarf
að vera eitt fangelsi fyrir menn. sem þurfa stranga gæzlu í
langan tíma, og síðan önnur stofnun fyrir þá unglinga, sem
kallaðir eru „jeune adultes“, eða ung-fullorðnir. Að ég kveð
svo fast að orði um fyrra atriðið, er ekki af neinni grimmd
eða harðneskju, heldur af því, að ég þekki persónulega nokkuð
stóran hóp þeirra manna, sem setið hafa í fangelsi, og þeir
hafa lokið upp einum rómi um, að það sé miklu betra að gæzl-
an sé svo ströng, að þeir viti fyrir víst, að ekki sé unnt að
strjúka, heldur en að kveljast stöðugt af órólegum heilabrot-
um um það, hvar hægt sé að finna smugu til undankomu. Það
kemst aldrei jafnvægi á hugann undir slíkum kringumstæðum.
Hinir ungu menn, sem ég hér hefi nefnt, eru að vísu komnir
á þann aldur, að þeir eiga að eðlilegum hætti að geta borið
ábyrgð á sjálfum sér, en reynslan sýnir, að margir þeirra eru