Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 48
Iinil<mdar fréUir,
Frú Elín Guðbjörg GuÖmundsdóttir, ekkja séra Gísla Kjartans-
sonar, síðast prests að Sandfelli í öræfum, lézt 9. apríl, á 83. aldurs-
ári. Hún var þrekmikil og gáfuð ágætiskona.
Kirkjudagur Húsavíkursóknar var haldinn 12. apríl. Fyrst fór fram
guðsþjónusta í kirkjunni. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur pré-
dikaði, en þeir séra Pétur Sigurgeirsson þjónuðu báðir fyrir altari.
Eftir messu flutti formaður sóknarnefndar, Sigurður Gunnarsson
skólastjóri ávarp og séra Pétur Sigurgeirsson erindi um æskulýðs-
starf Þjóðkirkjunnar. Síðan var samkoma í samkomuhúsi bæjarins.
Fór þar fram m. a. söngur og myndasýning.
Söngmót Kirkjukórasambands Dalaprófastsdœmis var haldið að
Nesodda í Miðdölum, Dalasýslu, sunnud. 5. apríl s. 1. Fjórir kirkju-
kórar tóku þátt í mótinu: Söngfélagið Vorboðinn, Laxárdalshreppi
og kirkjukórar Hvamms-, Staðarfells- og Staðarhólskirkju. Séra Egg-
ert Ólafsson prófastur, Kvennabrekku, setti mótið með snjöllu ávarpi.
Því næst sungu allir kórarnir sameiginlega „Söngheilsan" eftir Han-
del. Þá sungu kórarnir allir hver í sínu iagi nokkur lög við ágætar
undirtektir. Einsöngvarar með kirkjukór Staðarhólskirkju voru frú
Guðbjörg Jónsdóttir, Stóra-Holti, og Ellert Halldórsson, Saurhóli. Að
lokum sungu allir kórarnir sameiginlega nokkur lög og að síðustu
þjóðsönginn. Þegar söngnum lauk, kvaddi Hallgrímur frá Ljárskóg-
um sér hljóðs og ávarpaði söngfólkið og gesti. Þakkaði hann söng-
stjóranum, Magnúsi Jónssyni frá Kollafjarðarnesi, sérstaklega góða
samvinnu og ágæta söngstjórn. Magnús hefir dvalizt í héraðinu und-
anfarnar vikur og æft söngfólkið. Auk þess kenndi hann söng um
tíma í Húsmæðraskólanum að Staðarfelli. Söngstjóri og söngfólk
hafa með þessu unnið mikið og gott starf. Æfingar voru vel sóttar
og söngnum vel fagnað. Stjórn Kirkjukórasambands Dalaprófasts-
dæmis skipa þessir menn: Halldór Þ. Þórðarson, Breiðabólsstað, for-
maður, Sigurður Þórólfsson, Innri-Fagradal, ritari, Kristján Jóhanns-
son, Litla-Múla, gjaldkeri, og meðstjórnendur Guðbjörg Jónsdóttir,
Stóra-Holti, og Helga Jónsdóttir, Garði. — F. Þ.
Gjafir til Glaumbœjarkirkju. Jón Jóhannesson, bóndi á Ytra-
Skörðugili á Langholti, sem lézt 27. jan. 1957, var í mörg ár í sókn-
arnefnd Glaumbæjarsóknar og féhirðir Glaumbæjarkirkju og lét sér
mjög annt um kirkju sína. Á s. 1. ári gaf ekkja hans, Agnes Guð-
finnsdóttir, og börn þeirra, Unnur og Björn, Glaumbæjarkirkju mikl-
ar og góðar gjafir til minningar um Jón. Gjafir þessar eru kristalls-
Ijósakróna ásamt tveimur veggljósum af sömu gerð, fagrir gripir,
sem komið hefir verið fyrir í kór kirkjunnar, þá blómsturvasi úr
silfri, sem stendur á altari, og síðast en ekki sízt altarisdúkur saum-
aður af Unni á Ytra-Skörðugili. Á honum er mikið verk og snilldar-