Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 201 Kjalarnesþingi hinu forna. Og mörg þeirra eru einmitt fátæk í þeirri merkingu, sem Jón Þorkelsson hafði í huga, er hann gerði erfðaskrá sína. Bæði fátæk að veraldlegum fjármunum og fátæk af kristilegum hugsjónum og þroska. Ég á hér við þau börn og unglinga, sem lent hafa á villigötum eins og það er kallað, og alveg sérstaklega eins og málin standa, unglings- stúlkur, sem komnar eru á glapstigu. Ég hefi nýlega vikið að því hér í ritinu, hve aðgerðaþörfin er brýn á þessu sviði, og sé ekki ástæðu til að fara frekar út í þá sálma að sinni. En ég undirstrika það, að mér finnst Thorkellíisjóðurinn eiga þarna beint og brýnt erindi. Var það ekki eymd og vanþekking barn- anna, sem gekk Jóni rektor til hjarta? Fannst honum ekki hörmung að hugsa til þeirra kalviða, sem raunar áttu að vaxa sem bein tré og þroskamikil? Og honum blæddi við að hugsa til fáfræði þeirra og andlegrar blindu. Getum vér samt ætlað, að hann hefði talið þau verr komin en þá unglinga, sem lent hafa í þeim ógöngum, sem ég hefi minnzt á? Ég held ekki. Ég beini því þess vegna til forráðamanna Thorkellíisjóðs að taka þetta mál til vinsamlegrar og vandlegrar athugunar. Mér kemur ekki til hugar, að sjóðurinn geti af eigin ram- leik komið upp heimavistarskóla og uppeldisheimili fyrir van- gæfar og óhamingjusamar stúlkur. Það verður ríkið efalaust að gera. En sjóðurinn getur styrkt það heimili á ýmsa vegu, og eins einstaka dvalarstúlkur, sem þess þyrftu með. Ég nefni ekki afvegaleidda drengi í þessu sambandi nú, sakir þess, að þegar er nokkuð gert þeim til bjargar, og ekki þýðir að ætla sjóðnum meira verkefni fyrst í stað en þetta, sem ég hefi drepið á. Að endingu: Ég lofa það, hve Jóns Skálholtsrektors hefir verið fallega minnzt nú þegar, og lasta það heldur ekki, að honum sé reist minnismerki úr eir. En hitt mun engum dyljast, að hvorki lífs né liðnum var né er honum sérlega hugarhaldið um slíka hluti. Hann vildi sjá hugsjónir sínar rætast í lífi ann- arra, þeim til nokkurs þroska, sem þess þurftu helzt með, °g láta ljós Krists falla á vegu þeirra, er rötuðu myrka götu. Til þess gaf hann allt, sem hann átti, og seldi oss eigur sínar í hendur, að vér verðum þeim því til framdráttar. Vér getum Jafn hæglega gert það nú og sú kynslóð, er fyrst fékk það verk- efni í hendur. Og vér getum meira að segja nokkuð bætt fyrir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.