Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 30
220 KIRKJURITIÐ Gesturinn og bóndinn, báðir voru farnir, þegar heimilisfólk- ið reis úr rekkju á næsta morgni. Andvana lík var borið út úr húsinu. En sálin, — hún lá sem bjargarlaust, allsvana barn á fótskör hans, sem leit á mál hennar af miskunn og mildi, en hafði þó ætlað henni annað hlutverk, þegar hann sendi hana til jarðarinnar. Og rómur hans var hvorki harður né kaldur, heldur fullur af meðaumkvun og vorkunnsemi, þegar dómur- inn féll með þessu eina orði: Heimskingi. Hverju hafði þessi maður gleymt af því, sem Guð hafði ætl- að honum að muna? Hann hafði gleymt því, sem fæst af oss muna eins og muna ber. Og hvað er það? Það er ákaflega einfalt og margsinnis sagt: Mundu það, mannssál, að þú ert ódauðleikanum gædd. Mundu það, maður, að þótt þú eigir bústað hér, indælan bústað, þá áttu samtímis annað heimkynni, því að sál þín er af ójarðneskum uppruna og á hér ekki annað en stundardvöl, til þess að auðgast þeirri reynslu, sem jörðin ein býr yfir. Vera má, að þér finnist þetta hversdagslegt. Þú ert búinn að heyra það oft, stutt misjafnlega sterkum rökum. Og þó er það þetta einfalda mál, sem oss er öllum höfuðnauðsyn að muna. Gleymir þú því, verður dómsorð þíns eilífa föður yfir lífi þínu hið sama og yfir ríka bóndanum forðum: Heimskingi. Engin reiði. Engin blóðug refsing. Aðeins þetta: Heimska, fávísa barn, sem gleymdir því, sem þér var umfram allt annað ætlað að muna og gera, og verður nú með einhverjum hætti annars stað- að í tilverunni að vinna það verk, sem hér var aldrei unnið, gera það, sem hér varð aldrei gert. Hverjar hugmyndir gjörum vér oss um hinztu skuldaskil? Sagan af ríka bóndanum setur oss andspænis alvöru þeirrar spurnar. Þegar menn fóru að hverfa frá ógnarhugmyndinni gömlu um eilífa útskúfun og refsing, þegar frjálslyndir guðfræðingar fóru að hefjast handa um að rannsaka ritningarnar, gaumgæfa kirkjukenningarnar, og komust að raun um, að runnið höfðu inn í kristindóminn gamlar, gyðinglegar hugmyndir, sem gátu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.