Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 16
206 KIRKJUKITIÐ stutt búnaðinn með fordæmi sínu á fleiri en einn veg. Víst sátu margir þeirra vildisjarðir, en þeir voru líka margir fyrirmyndar búmenn og jafnvel brautryðjendur sumir. Og ekki má gleyma því, að mikill hluti prestssetranna eru ekki aðeins forn höfuð- ból, heldur miklir sögustaðir. Það hefir nokkra þýðingu að geta haldið þeim uppi að vissu leyti í fornum stíl, þótt með nútíma- tækni og sniði sé. Vandinn með Skálholt væri minni, ef biskup hefði aldrei þaðan farið. Og einhvern tíma kann að því að reka, að mönnum þyki illa farið, ef staðir eins og t. d. Sauðanes og Vatnsfjörður, Borg á Mýrum og Breiðabólsstaður í Fljótshlíð eru með öllu slitnir úr sambandi við fortíðina, — þær minn- ingar, sem hafa gert þá að „stöðunum“ í hugum allra hér- aðsbúa. Loks langar mig til að benda á það í þessu sambandi, að við lifum á byltingartímum í þjóðfélagsmálum og háttum. Vitum enn ekki, hvað varir. Vera má, að sumar sveitir eigi sér mikla blómatíma á næstu grösum. Þess vegna er vonandi, að sem flestir prestar þrauki á þessum verði þrátt fyrir alla örðug- leika. Og líka svo fyrir að þakka, að talsvert margir gera það. Meira að segja eru nokkrir ungu prestarnir þar í fremstu röð. Ég óska þeim öllum heilla. Og vona, að nýir menn feti í þeirra spor. Á skal að ósi stemma. Ný ógn steðjar að þjóðinni, að því er blöðin telja. Eiturlyfja- smygl á sér stað og eiturlyfjanotkun færist í aukana. Hér er þjóðarvoði á ferðum. Séra Jóhann Hannesson á Þingvöllum skrifar fróðlega aðvörunargrein um þetta í Morgunblaðið 20. maí s. 1. Er hann kunnugur málinu frá dvöl sinni í Kína. Bendir á, að gróðahyggja, nautnasýki og guðleysi eru helztu rætur og þroskaskilyrði þessarar plágu. Sorpritaflóðið grefur líka seytlu hennar farveg. Afleiðingarnar eru ægilegar: gjörtæk spilling sálar og líkama þeirra, sem lenda í þessa ánauð. Og ósjaldan eru unglingar auðfengnasta bráðin. Vér Islendingar erum oft fremur fyrirhyggjulitlir og léttúð- ugir, — seinir að snúast við mörgum vanda, fyrr en komið er í óefni. Saga mæðiveikisfaraldursins og minkaplágunnar sanna það meðal annars. En öll mistök og allt tjón á þeim sviðum verður samt miklu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.